Fimmtudagur 12. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hannes ánægður með sigur Trump: „Bandarískir kjósendur hafna vælumenningunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnmálafræðingurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson er einn fárra á Íslandi sem er ánægður með úrslitin í bandarísku forsetakosningunum í nótt þar sem Donald Trump fór með sigur en tæplega 90% Íslendinga studdu við bakið á Kamala Harris. Rétt er þó að taka fram að ekki er opinberlega búið að staðfesta sigur Trump en allar líkur eru á því á næstu klukkutímum.

„Trump sigraði,“ skrifaði prófessorinn umdeildi á Facebook-síðu sína í morgun. „Vegna þess að bandarískir kjósendur vildu ekki holskeflu ólöglegra innflytjenda (þótt löglegir innflytjendur, sem koma til að vinna og gera gagn, séu æskilegir), vegna þess að bandarískir kjósendur vilja ekki senda hermenn til fjarlægra landa, þar sem engir bandarískir hagsmunir eru í húfi, vegna þess að bandarískir kjósendur vilja lækka skatta til að örva atvinnulífið og auka hagvöxt, vegna þess að bandarískir kjósendur hafna vælumenningunni (wokeism) og afturköllunarfárinu (cancel culture), sem hafa búið um sig í háskólum og á fjölmiðlum, vegna þess að bandarískir kjósendur vilja vera stoltir af landi sínu og sögu, en ekki gera lítið úr því, eins og hrokafull gáfnaljós á austur- og vesturströndinni iðka.“

Hannes telur að Trump hafi verið skárri kostur en Harris og heldur því ranglega fram að hún hafi verið umboðslaus frambjóðandi. 

„Trump hafði að mörgu leyti staðið sig vel á fyrra kjörtímabili sínu (þótt mér hafi ekki litist á hann í byrjun), skipað reynda og hæfa dómara, forðast stríðsátök, lækkað skatta. Jafnframt var mótframbjóðandi hans umboðslaus, kölluð til í skyndi, þegar í ljós kom, að forsetinn er elliær, talaði í innihaldslausum vígorðum, sem hún las upp af skjá fyrir framan sig, og hafði ekkert fram að færa annað en hatur á Trump og hvellan hlátur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -