Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Hannes er enn prófessor þökk sé VG: „Þetta er gert til að rugla um fyrir fólki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, bendir á Facebook að flestir félagar í íslenska nasistaflokknum hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn eftir hernám. Með þessu er hann að bregðast við furðulegri fullyrðingu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um að nasistar hafi verið sósíalistar.

„Félagar í íslenska nasistaflokknum gengu inn í Sjálfstæðisflokkinn eftir hernám og gegndu þar margir ábyrgðarstöðum. Ekki síst að hvatningu bandarísku leyniþjónustunnar sem notaði nasista og aðra fasista víða um heim til að verja á sósíalistum. Eftir sem áður reyna Sjálfstæðisflokksmenn að tengja þessa hugmyndastefnu, þjóðernissinnaðan fasisma, við sósíalista á Íslandi í dag. Þetta setur Hannes Hólmsteinn á þráð Brynjars Níelssonar um skemmdarverk á húsnæði Sósíalista og hótanir gagnvart þeim, sem Brynjar segir að Sósíalistar eigi allt skilið og meira til, að þeir hafi kallað þetta yfir sig,“ skrifar Gunnar Smári.

Hann segir báða tvo hafa ákveðið hlutverk. „Nú vitum við öll að þessir tveir eru óttalegir vanvitar þegar kemur að pólitík, elta í blindni og hugsanaleysi það sem þjónar gagnbyltingu hinna ríku. Það er því ekkert mark á þeim takandi. En Brynjar er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og Hannes hefur verið á góðum launum hjá almenningi við að kenna (ekki) í Háskóla Íslands í bráðum hálfa öld, auk þess sem hann fær reglulega háa styrki úr ríkissjóði frá fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins til að skrifa skýrslur (sem enginn les),“ segir Gunnar Smári.

Báðir þiggja þeir þó laun frá okkur öllum, skattgreiðendum. „Þetta eru því menn sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur á launum frá ykkur til að bera út áróður um að verkalýðsbarátta og frelsisbarátta hinna fátæku og kúguðu sé í raun mannhatursstefna. Þetta er gert til að rugla um fyrir fólki, fela mannhatrið sem keyrir Sjálfstæðisflokkinn áfram og mótar stefnu hans. Og þar með stefnu íslenska ríkisins, þökk sé Vg og Framsókn.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -