Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Haraldi loks svarað eftir útilokun hjá Twitter – Elon Musk hæðist að Halla með hláturkörlum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Elon er bærilegur í að reka fyrirtæki, en frábær í að missa peninga og fyrirtaks starfsfólk,“ tísti Twitternotandi við samskiptum Haralds Þorleifssonar og Elon Musk, eiganda Twitter.

Haraldur Þorleifsson eða Halli, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur verið útilokaður frá samfélagsmiðlinum Twitter. Haraldur brá á það ráð í gær að leita svara í gegnum Twitter aðgang sinn þar sem í níu daga bárust engin svör frá höfuðstöðvum Twitter. Ávarpaði Halli auðjöfurinn Elon Musk beint.

Lokað hafði verið á aðgang Halla að vinnugrunni hans. Ómögulegt var í fyrstu að ná sambandi við yfirmenn fyrirtækisins en í nótt fékk hann að endingu svar frá Elon sem spyr hann hvað hann hafi verið að gera hjá fyrirtækinu. Aðspurður útskýrir Haraldur starfið sitt – sem er svarað með hæðni og hláturkörlum auðjöfursins. Skömmu síðar barst Halla svar frá starfsmannastjóranum um að hann starfi ekki lengur hjá fyrirtækinu.

Haraldur benti á að það væri óskoraður réttur fyrirtækja að segja fólki upp. En venja væri að tilkynna uppsagnir – og skaut föstum skotum þegar hann benti á að sá sjálfsagði siður væri á undanhaldi hjá fyrirtækinu.

Elon Musk hefur verið mætt með harðri gagnrýni fyrir framgang sinn í samskiptum sínum við Halla og hefur fjöldi fólks skrifað færslur til auðjöfursins. Meðal annars segir einn:

Þér væri nær að googla fyrrum samstarfsmenn. Hann er töluvert meiri maður en þú munt nokkurn tíma vera.

 

Haraldur er með vöðvarýrnunarsjúkdóm og líkami Haralds er að bregðast honum. Í samningum sínum við Twitter var gert samkomulag um að sala Haralds á fyrirtæki hans, Ueno, til Twitter árið 2021 væri leið til að sjá fyrir honum og fjölskyldu hans á síðari stigum sjúkdómsins.

- Auglýsing -

Breski ríkismiðilinn BBC hefur eftir Haraldi: „Þetta er afar streituvaldandi. Þetta er eftirlaunasjóðurinn minn, leið til að sjá fyrir mér og fjölskyldu minni þegar sjúkdómurinn þróast. Að vera með ríkasta mann heimi á hinum endanum og sjá fyrir sér að hann muni hugsanlega ekki standa við samninga er ekki auðvelt fyrir mig að sætta mig við“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -