Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Haraldur: „Mikill munur á því að borga 40 prósent af 100 þúsundkalli eða 40 prósent af milljón“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég ólst upp í verkamannafjölskyldu og með líkamlega fötlun. Ef það hefði ekki verið ókeypis menntun og heilbrigðiskerfi hérna þá hefði lífið mitt verið allt öðruvísi,“ segir Haraldur Ingi Þorleifsson í ítarlegu viðtali við Stundina.

Haraldur var næsthæstur á lista yfir launahæstu menn landsins á síðasta ári, en samkvæmt greiddu útsvari námu laun hans rúmum 102 milljónum króna á mánuði. Hann seldi hönnunarfyrirtækið Uneo til Twitter í fyrra og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum. Þannig gæti hann greitt skatta af sölunni hér á landi.

„Ég get stoltur sagt frá því að allir skattar af sölu Uneo munu verða greiddir á Íslandi, til þess að styðja við kerfið sem studdi mig,“ sagði hann á Twitter í byrjun árs 2021.

Eftir að Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út skrifaði Haraldur færslu á Twitter þar sem hann sagðist hafa vonast til þess að hafa greitt hæstu skatta allra landsmanna á síðasta ári. „En ég var í öðru sæti og tek glaður á móti þeim heiðri svo ég geti gefið samfélaginu til baka, sem veitti fötluðu barni úr verkamannafjölskyldu ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu.“

Haraldur sagði að án þessara stoða velferðarkerfisins hefði hann ekki getað gert neitt af því sem hann gerði seinna í lífi sínu.

„Samfélagið virkar aðeins ef við leggjumst öll á eitt og lyftum hvert öðru upp. Fyrir suma þýðir það að geta greitt hærri skatta. Fyrir aðra eru það hversdagsleg góðverk.“

- Auglýsing -

Haraldur segir í viðtali við Stundina að sér þyki eðlilegt að hátekjufólk borgi hærra hlutfall í skatta en fólk með lægri tekjur. „Það er mikill munur á því að borga 40 prósent af 100 þúsundkalli eða 40 prósent af milljón.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -