Laugardagur 25. mars, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Háskólanemi hvarf sporlaust: „Hingað fara þeir allir sem fyrirfara sér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þann 26. mars árið 1972 hvarf háskólaneminn Sverrir Kristinsson sporlaust, ekkert hefur spurst til hans síðan.

Sverir var 22 ára og stundaði nám raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann bjó í Nýja Garði í Reykjavík en þar var heimavist fyrir háskólanema. Auk námsins var hann gítarleikari og spilaði meðal annars með hljómsveitunum Yoga og Blóm Afþökkuð.

Það var um páska sem Sverrir sást síðast en þá hugðist hann verja fyrrihluta páskafrísins í að læra undir próf, síðar ætlaði hann á Reykjanesið til fjölskyldu sinnar og njóta frísins þar.

Að kvöldi Pálmasunnudags, þann 26 mars 1972, fór hann með kunningjum sínum að skemmta sér á stað sem hét þá Klúbburinn og var við Borgartún í Reykjavík. Sverrir var töluvert ölvaður þegar hann kvaddi vini sína og fór heim með leigubíl. Leigubílsstjórinn sagði Sverri hafa verið í vandræðum með að skrifa ávísun sökum ölvunar og gerðu þeir þá samkomulag sín á milli um að hann kæmi á leigubílastöðina daginn eftir og greiddi fyrir farið.

Þegar á heimavistina var komið hitti hann kunningjakonu sína en hún sagðist ekki hafa séð á Sverri að hann væri ölvaður, því var mikið misræmi í frásögnum konunnar og leigubílsstjórans. Konan heyrði síðar um kvöldið í mönnum fyrir utan herbergi Sverris, hann fer með mönnunum út af vistinni og var þetta í síðasta sinn sem vitað var um ferðir hans.

Þegar Sverir skilaði sér ekki á Reykjanesið á tilteknum tíma var fjölskylda hans farin að hafa áhyggjur og leituðu til lögreglu, stuttu síðar var hafin umfangsmikil leit en aldrei skilaði hún neinu.

- Auglýsing -

Þegar bróðir Sverris hafði samband við lögreglu til að athuga með rannsóknina tilkynnti lögreglumaður honum að hann vissi vel hvar Sverrir væri og sagðist ætla að sýna honum það. Ók hann þá með hann að ruslahaugunum í Gufunesi og sagði honum að þarna gæti hann fundið bróður sinn: „Hingað fara þeir allir sem fyrirfara sér.“

Engin ummerki voru þó á haugunum og sagði lögreglumaðurinn að þeir gætu þá ekkert gert.

Fjölskylda Sverris fór fram á að fingraför yrðu tekin af vínglösum sem fundust í herbergi Sverris en það var aldrei gert.

- Auglýsing -

Lögreglan leitaði Sverris í Norræna húsinu en eftir að forstöðumaður hússins svipti sig lífi þremur vikum eftir hvarfið fór af stað orðrómur um að hún hafi ekið á Sverri og falið lík hans undir kjallara hússins, ekkert fannst þó þar.

Fjölskylda Sverris gagnrýndi störf lögreglu við málið og fannst rannsóknin fara fram með óskipulögðum hætti, aldrei var komist að því hverjir mennirnir sem Sverrir hitti kvöldið sem hann hvarf, auk þess fundust engar vísbendingar sem gætu útskýrt hvarf hans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -