Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Háskólaprófessor tekur undir áhyggjur lögreglumanna: „Það er al­ger­lega óviðun­andi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í af­brota­fræði við HÍ, segir vinnuaðstæður lögreglumanna óviðunandi.

Í samtali við mbl.is sagði Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í af­brota­fræði við HÍ, að það sé óásættanlegt að lögreglumenn geti búist við hótunum í vinnunni en lögreglumenn segja vinnuumhverfi þeirra fara versnandi.  

„Lög­reglu­menn eru op­in­ber­ir emb­ætt­is­menn sem eru að sinna sín­um starfs­skyld­um og það er al­ger­lega óviðun­andi að þeir þurfi að búa við slíkt um­hverfi og þola hót­an­ir og fleira,“ sagði Helgi um málið en þó að lögreglumenn hafi alltaf þurft að takast á við hótanir þá virðist þeim vera fjölga og sé algengara að staðið sé við þær. „Það er áhyggju­efni, að sjálf­sögðu mest fyr­ir þá lög­reglu­menn sem eru á vett­vangi en þetta er líka áhyggju­efni fyr­ir okk­ur sem sam­fé­lag, því þeir eru okk­ar full­trú­ar sem gæta al­manna­ör­ygg­is. Við vilj­um að sjálf­sögðu að þeir séu ör­ugg­ir í sínu starfi og þetta vilj­um við því ekki sjá og þurf­um að draga sem mest úr.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -