Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Háskóli Íslands neitar átta fötluðum nemendum um skólavist: „Það er ótrúlega sorglegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Háskóli Íslands mun ekki veita 8 nemendum með þroskahömlum skólavist.

„Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á það að skólakerfið, sem er nú svona kannski þetta öryggisnet nemenda, frá því að þú ert bara í leikskóla, þetta ótrúlega mikilvægt umhverfi til að þroskast og efla færni sína. Og ef við ætlum að skilja fötluð ungmenni eftir og fyrir utan þetta kerfi, þá finnst mér við vera á mjög miklum villigötum,“ sagði Sara Svanhildardóttir, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, í samtali við RÚV en Háskóli Íslands ber fyrir sig fjárskorti í málinu.

„Það sem við erum að ávarpa líka í þessu er að það er gríðarlegt ákall í samfélaginu um inngildingu að öll séu með og við séum að taka mið af öllum. Atvinnulífið hefur komið mjög sterkt að borðinu. Óskað eftir fræðslu til að geta staðið sig betur til dæmis til að geta gefið fötluðum einstaklingum störf,“ bætti Sara við.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -