Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Haukur Guðlaugsson er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, lést 1. september, 93 ára gamall.

Haukur fæddist þann 5. apríl 1931 á Eyrarbakka og ólst hann þar upp. Faðir hans var Guðlaugur Ingvar Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka en móðir hans var Ingibjörg Jónasdóttir, húsfreyja og listakona á Eyrarbakka.

Þrettán ára gamall hóf Haukur nám í píanóleik og árið 1951 lauk hann burtfararprófi frá Tónlistarstkólanum í Reykjavík. Stundaði hann síðan orgelnám við Staatliche Hochschule für Musik í Hamborg frá 1955 til 1960. Þá nam hann framhaldsnám í orgelleik við Acca­dem­ia di Santa Cecilia í Rómarborg 1966, 1968 og 1972.

Haukur starfaði sem tónlistarkennari og kórstjóri Karlakórsins Vísis á Siglufirði 1951 til 1955. Þá var hann skólastjóri Tónlistarskólans á Akranes frá 1960 til 1974. Aukreitis var hann organisti og kórstjóri Akraneskirkju frá 1960 til 1982 sem og kórstjóri Karlakórsins Svana. Frá 1974 til 2001 var Haukur söngmálastjóri íslensku þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar en auk þess stóð hann fyrir árlegum organista- og kóranámskeiðum í Skálholti í heil 27 ár.

Haukur stóð fyrir útgáfu á um 70 nótna- og fræsðlusbókum fyrir kóra og organista á ferli sínum. Þá hélt hann orgeltónleika víða á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum og lék einleik á orgel með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig stjórnaði hann kórum sem komu fram á Íslandi og víða um Evrópu sem og í Ísrael. Haukur gerði einnig upptökur fyrir útvarp, sjónvarp og á hljómplötur og geislaplötu en hann gaf út tvo tvöfalda geisladiska, þann fyrri árið 2011 og hinn seinni 2020. Þá samdi hann og gaf út Kennslubók í organleik í þremur bindum.

Eins og gefur að skilja eftir þessa glæsilegu upptalningu á starfsferli hans hlaut Haukur ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín og var heiðursfélagi bæði í Félagi íslenskra örganleikara og Félagi íslenskra tónlistarmanna. Árið 1983 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og Liljuna hlaut hann árið 2008 en það er sérstök tónlistarverðlaun íslensku þjóðkirkjunnar.

- Auglýsing -

Eiginkona Hauks er Grímhildur Bragadóttir, fædd 1937, bókasafnsfræðingur og kennari. Þau áttu saman þau Braga Leif, fæddur 1959, dáinn 2023 og Guðlaug Inga, fæddur 1965. Með fyrri eiginkonu sinni, Svölu Guðmunds Einarsdóttur, átti Haukur Svanhildi Ingibjörgu, fædd 1954. Barnabörnin eru sjö talsins, barnabarnabörnin tíu og barnabarnabarnabörnin tvö.

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -