Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hefur fengið sig fullsadda af English pub: „Þau draga úr vægi íslenskunnar á mjög lúmskan hátt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, segist ósammála því að íslenskunni stafi engin ógn af enskum nöfnum á veitingastöðum og krám. Eitt besta dæmið um það er knæpan English pub. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, hélt öðru fram í kvöldfréttum RÚV.

Ólína skrifar á Facebook: „Ég verð að andæfa því sjónarmiði sem Eiríkur Rögnvaldsson setti fram í sjónvarpsfréttum í kvöld, að íslenskunni stafi ekki ógn af erlendum heitum á veitingastöðum og krám, heldur séu það matseðlarnir sem séu áhyggjuefnið. Um það síðarnefnda geri ég engan ágreining – það er alvarlegt þegar ekki er lengur hægt að lesa matseðil á íslensku á veitingahúsum. En  mér fannst full lítið gert úr hinu, sem ég tel ekki síður fela í sér ógn, og það er sú árátta að klína enskum heitum og slagorðum á alla skapaða hluti.“

Hún segir þetta bæði sjónmengun og raunar áreiti. „Heiti fyrirtækja, sem og slagorð þeirra, eru sýnileg hvarvetna og þau hafa áhrif, bæði bein og óbein, á hvern þann sem sér þau. Þau eru málfarsleg sjónmengun – málfarslegt áreiti liggur mér við að segja – og þau draga úr vægi íslenskunnar á mjög lúmskan og óbeinan hátt. Þetta er alvarleg þróun og fái hún að halda áfram óáreitt þá mun hún aðeins leiða til útrýmingar íslenskunnar, sem nú þegar er í mikilli hættu. Sú fullyrðing er ekki upphrópun heldur staðreynd og við þeirri staðreynd verður að bregðast fyrr heldur en seinna ef við ætlum að eiga áfram móðurmál, Íslendingar,“ segir Ólína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -