Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Heilabiluðum einstaklingum vísað að heiman: „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þekkt er að öldruðum einstaklingum með heilabilun sé vísað af hjúkrunarheimilum án úrlausna og aðstoðar vegna erfiðra einkenna sjúkdómanna.

„Fólk er mismunandi í sínum heilabilunarsjúkdómum. Sumum líður illa og verða árásarhneigðir. Sum skilja ekki að það sé verið að sinna þeim og upplifa að það sé verið að beita það ofbeldi, og beita þá ofbeldi á móti,“ segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og yfirmaður heilabilunareiningar hjá Landsspítalanum, í samtali við fréttastofu RÚV.

Steinunn útskýrir að hjúkrunarheimilin hafi ekki nægilega sérþekkingu né burði til að sinna sumum sjúklingum. Þess vegna er gripið til þess neyðarúrræðis að útskrifa fólk. „Þetta er kerfislægur vandi. Hver svona mál er hryllilegt fyrir aðstandendur og sjúklinga. Við verðum að bæta okkur,“ segir Steinunn í samtalinu.

Steinunn nefnir að hún vita til þess að starfsfólk hafi sagt upp störfum vegna erfiðra skjólstæðinga og leggur til að sérstakt teymi, með viðeigandi færni og sérfræðiþekkingu, verði stofnað til að aðstoða við sjúklinga með krefjandi einkenni.

„Hvert svona mál er hrikalega erfitt og við megum ekki vera að því að bíða eftir að eitthvað verði gert. Þetta mun bara gerast oftar því við erum að sjá fleiri og fleiri með heilabilun. Við erum að eldast. Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa.“ segir Steinunn Þórðardóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -