Í nýlegri færslu á Facebook segir Sindri Þór frá áreiti og ásökunum sem hann hefur orðið fyrir frá aðstandendum Péturs Arnar en kærasta Sindra, Elísabet Ormslev söngkona og dóttir Helgu Möller söngkonu, steig fram fyrr á árinu og sagði frá áralöngu eltihrellistilburðum Péturs Arnar en þau áttu í ástarsambandi þegar Elísabet var einungis 16 ára gömul en Pétur 38 ára. Að sögn Elísabetar tók hana tíu ár að losna algjörlega undan sambandinu sem einkenndist af ofbeldi og umsátur. Að hennar sögn notfærði Pétur sér ungan aldur Elísabetar sem auðveldaði honum að ná á henni valdi. Síðan Elísabet opnaði sig um málið hefur Pétur Örn verið útskúfaður úr íslensku tónlistarlífi og samfélagi en hann var rekinn úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum og hætti á öllum samfélagsmiðlum.
Sindri Þór skrifaði færslu á Facebook þar sem hann fer yfir stöðuna en Pétur Örn snéri til baka á Facebook þar sem hann kvartaði yfir ljótum skilaboðum sem honum barst. Segist Sindri hafa orðið fyrir áreiti og ásökunum frá fjölskyldumeðlimum Péturs Arnar en þau saki hann um að vera „hið umrædda nettröll sem sendi þessi skilaboð til hans.“ Helga Möller, tengdamóðir Sindra kallar Pétur Örn siðblindan og fárveikan í athugasemd við færsluna. Færslan er hér fyrir neðan í heild sinni:
„Ég hef ekkert tjáð mig um þetta mál á samfélagsmiðlum, nema auðvitað með lýstum stuðningi til konunnar minnar þegar þetta mál bar fyrst upp í febrúar á þessu ári.
Færslan vakti gríðarlega athygli og hundruðir líkuðu við hana og fjölmargir skrifuðu stuðningsskilaboð til Sindra Þórs. Ein af þeim var Helga Möller, móðir Elísabetar. Skrifaði hún: „Það var mikil gæfa að þú komst inn í líf dóttur minnar og fjölskyldunnar, Sindri minn.