Fimmtudagur 10. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Helga Vala fordæmir vinnubrögð stjórnvalda: „Lífsógnandi veikindi eru engin fyrirstaða mannvonsku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Helga Vala Helgadóttir fordæmir vinnubrögð íslenskra yfirvöld í máli Yazan Tamimi.

Lögmaðurinn og fyrrum þingkonan Helga Vala Helgadóttir er ævareið vegna fréttanna af tilraun íslenskra yfirvalda til að senda hinn 11 ára gamla Yazan Tamimi úr landi í morgun.

„Rétt undir miðnætti var lögregla send í Rjóðrið, griðarstað langveikra barna, að beiðni íslenskra stjórnvalda til að vekja þennan unga dreng, Yasan Tamimi, flytja hann í Leifsstöð til að bíða morgunflugs til Spánar. Þar bíður hans ekkert… ekki neitt.

Yasan er ellefu ára. Yasan er veikur. Hann er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og þarf því að vera í hjólastól allan sinn vökutíma.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu og segist síðan vera gáttuð á ríkisstjórninni:

„Ég er gáttuð á því ríkisstjórnarfólki sem lætur þetta bara gerast í skjóli nætur. Til hvers að búa til heilt ráðuneyti barnamála ef við stöndum okkur svona herfilega? Til hvers yfirleitt að vera aðilar að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og flóttamannasamningsins já eða með stjórnarskrá og barnalög ef stjórnvöld túlka það sem svo að
þessi meðferð sé í samræmi við þau lagaboð.
Ég fordæmi þessi vinnubrögð.“

Helga Vala uppfærði síðan færslu sína þegar ljóst var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra þrýsti á að dómsmálaráðherrann frestaði brottvísuninni:

„(Uppfært: brottvísun var frestað í morgun og drengurinn kominn á Landspítala. Var þessi næturför í alvöru nauðsynleg? Er þetta liður í aðgerð stjórnvalda að senda skýr skilaboð til umheimsins? Þeim tókst að sýna okkur og umheiminum að lífsógnandi veikindi og ungur aldur eru engin fyrirstaða mannvonsku og brottvísunar. Það er ekki orðspor sem ég vil að fari af íslensku samfélagi.)“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -