Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Helga Vala segir samfélagslöggu ekki leysa vandann: „Nú þarf nánd, umhyggju, alúð og aga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir segir lausnina á ofbeldismenningu barna og unglinga sé nánd og umhyggja, ekki samfélagslöggur.

Íslenskt samfélag er vaknað af værum blundi og stendur nú frammi fyrir stórauknu ofbeldi meðal barna og unglinga og er ljóst að eitthvað þurfum við að gera, sem samfélag, til þess að breyta hlutunum. Sitt sýnist þó hverjum um lausnina á vandamálinu en Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, leikari og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar, er ein af þeim sem telur aukna gæslu og nefndir ekki lausnina.

„Lausn vandans er ekki að setja á laggirnar samfélagslöggu. Lausn vandans er heldur ekki að skipa enn eina ráðherranefndina sem tekur skyndiákvörðun um að setja 450 milljónir í ómarkvissar skýrslu- og áætlanagerðir.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu sem hún birti í gær. Segir hún að nú þurfi að hlúa að börnum og ungmennum.

„Nú þarf að hlúa að börnum og ungmennum um allt samfélagið. Loka skólabókunum í eina viku og tala um tilfinningar, um líðan og samkennd, um verðmætamat, um óeðlilega birtingamynd lífsins á samfélagsmiðlum. Finna þau týndu börn sem hrökklast hafa út úr skólunum af ýmsum ástæðum. Við þurfum að ræða samverustundir fjölskyldunnar, gæðastundir við kvöldverðarborðið og í sófanum við að horfa saman á mynd eða leik. Við þurfum að þjálfa okkur og börnin okkar í að spyrja “hvernig líður þér” og “hvað getur látið okkur líða betur”.“

Að lokum beinir hún orðum sínum að drengnum sem tók líf hinnar 17 ára Bryndísar Klöru Birgisdóttur og særði tvö önnur á dögunum.

„Það þarf að spyrja hvað kom fyrir dreng sem fremur óafturkræfan hlut, dreng sem tók líf, sem mun hafa áhrif á líf hans og fjölda annarra um alla framtíð.
Ekki skipa fleiri nefndir. Nú þarf nánd, umhyggju, alúð og aga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -