Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Helga Vala svarar Þorsteini Pálssyni fullum hálsi: „Réttlætismál og þarna stöndum við föstum fótum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir þvertekur fyrir það að Samfylkingin hafi tekið ESB-aðild af dagskrá líkt og Þorsteinn Pálsson heldur fram.

Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, veltir fyrir sér næstu ríkisstjórn Íslands í pistli í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann að Samfylkingin geti gengið inn í ríkisstjórnina sem nú er til staðar, í stað Vinstri grænna sem virðist vera að fjarlægjast ríkisstjórnina, miðað við landsfundinn sem haldinn var á dögunum. Segir hann meðal annars að svo virðist sem Samfylkingin ætli sér að kjósa Kristrúnu Frostadóttur sem nýjan leiðtoga flokksins. „Hún ætlar að sigla Samfylkingunni eftir nýju striki,“ segir Þorsteinn og bætir við að flokkurinn muni nú „tala um færri mál en áður.“ Á hann þá meðal annars við Evrópusambandsmálið sem Samfylkingin hefur verið hvað þekktust fyrir frá stofnun.

„Sjálfstæðisflokkurinn yrði þó væntanlega að gefa meira eftir í útgjöldum til heilbrigðismála. Á móti þyrfti hann ekki að hafa áhyggjur af sjávarútvegsmálum, Evrópumálum og stjórnarskrá,“ skrifar Þorsteinn í pistlinum.

Helga Vala Helgadóttir, formaður Samfylkingarinnar svaraði í morgun Þorsteini Pálssyni á Facebook-síðu sinni þar sem hún þvertekur fyrir það að flokkurinn hafi tekið ESB-aðild af dagskrá.

„Vegna orða (óskheita?) Þorsteins Pálssonar í fréttablaðinu í dag þá get ég fullyrt að stefna Samfylkingarinnar er skýr hvort tveggja er varðar mikilvægi ESB aðildar sem og nýrrar stjórnarskráar enda er það grundvöllur jöfnuðar og gagnsæis meðal annars er varðar nýtingu auðlinda okkar. Stefnan hefur verið samþykkt af flokksfólki á Landsfundi og hef ég engar hugmyndir heyrt um að breyta henni hjá grasrót flokksins. Við hófum, í ríkisstjórn Jóhönnu, aðildarumsókn að Evrópusambandinu, eitthvað sem flokkur Þorsteins gerði ekki að umræðuefni í sínu skammlífa stjórnarsamstarfi árið 2017. Þá lögðum við í félagi við flokk Þorsteins á Alþingi fram þingmál síðasta vor um að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB aðildina enda hefur hin nýja heimsmynd okkar eftir innrás Rússa í Úkraínu aukið nauðsyn Evrópusamvinnu til muna. Þá var það formaður Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, sem hóf leiðangurinn um nýju stjórnarskrána sem formaður flokks Þorsteins tók þátt í að koma í veg fyrir að yrði að veruleika með málþófi vikum saman í lok þess kjörtímabils. Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á nýja stjórnarskrá en því miður hafa ekki allir flokkar á þingi eða í stjórnarandstöðu verið jafn áhugasöm um það verk. Það er lykilatriði að við eignumst nýja stjórnarskrá sem miðar að íslenskum veruleika en ekki dönskum frá þarsíðustu öld. Ég skora á Þorstein að hvetja sinn flokk til dáða í þessum baráttumálum okkar, þarna er framtíðin, þetta er réttlætismál og þarna stöndum við föstum fótum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -