Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Helga Vala um frestun framkvæmda á nýjum Landspítala: „Verið að pissa í skóinn okkar allra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir er allt annað en ánægð með að meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggi til að framkvæmdum við byggingum nýs Landsspítala verði frestað.

Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir segir að með frestun á framkvæmdum við nýjan Landspítala sé verið að „pissa í skóinn okkar allra“ vegna þess að það hafi keðjuverkandi áhrif um allt heilbrigðiskerfið. Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti í morgun segir hún ennfremur að frestun sýni „ótrúlega skammsýni“.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Það kostar tvisvar til þrisvar sinnum meira að láta eldra fólk, sem ekki getur vegna heilsufars búið heima hjá sér, bíða á hátæknisjúkrahúsinu Landspítala frekar en að leyfa þeim að fara í mannúðlegra umhverfi á hjúkrunarheimilum. Með því að fresta framkvæmdum við nýjan Landspítala er verið að pissa í skóinn okkar allra, því það hefur keðjuverkandi áhrif um allt heilbrigðiskerfið. Með þessu frestast einnig aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í heilbrigðiskerfinu, svo sem ákvörðun um nýtingu í Fossvogi, uppbygging hjúkrunarheimila ofl. Við þurfum að klára þetta verkefni sem er löngu komið á tíma og það sýnir ótrúlega skammsýni að fresta þessu enn frekar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -