Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Helgi gagnrýndi RÚV fyrir viðtal við Þórhildi Gyðu: „Hvernig væri að fá sönnunargögn og heimildir?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Áss Grétarsson, skákmaður, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi, talar í viðtali við Mannlífið með Reyni Traustasyni um Sjálfstæðisflokkinn og dvínandi fylgi hans, áhrif þess að verða heimsmeistari í skák 17 ára gamall svo sem óraunhæfar væntingar, áfallið við að þurfa að hætta störfum við Lagadeild Háskóla Íslands, dómstól götunnar og reiðina sem hann upplifði þegar hann árið 2003 tapaði skák fyrir einhverju norsku barni. Hér er brot úr viðtalinu.

Dómstóll götunnar

Helgi var ekki feiminn við að gagnrýna RÚV fyrir viðtal við Þórhildi Gyðu sem lýsti áreiti Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. Það þarf svolítinn kjark til að ganga á móti þessari bylgju, MeToo. Flestir fara ofan í holu og segja ekki orð.

Þú ert að fara að saka einhvern um eitthvað sem er alvarlegt sem ekki hefur verið tekið fyrir af hálfu dómstóla:

„Árið 2021 fann ég aftur þörf fyrir að fara að skrifa um samfélagsmál og ég fann að þetta er minn styrkleiki. Og ég fann að aðilar í háskólaumhverfinu höfðu haft slík áhrif á mig að ég hafði dregið úr því og það hafði dregið úr kjarkinum mínum. Það þýddi það að um leið og ég var búinn að vinna mig úr því áfalli að hætta hjá HÍ þá fann ég að fyrir þetta stend ég. Ég stend fyrir eitthvað. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að skrifa um þessi mál  – það er að segja réttarhöld á samfélagsmiðlum og svo framvegis – er að ég upplifði hvert er viðhorf ungu kynslóðarinnar. Og það hræddi mig svolítið með tilliti til réttlátrar málsmeðferðar og svo hitt að ég taldi mig hafa næga þekkingu á akademíska umhverfinu og þessi hugmyndafræði öll kom frá Bandaríkjunum og var síðan innrætt í akademíuna hér á landi og fer svo inn í skólakerfið „og så videre“. Það er mikilvægt að það sé staðið gegn þessu og sagt „við skulum tala um staðreyndir“. Og það sem ég var fyrst og fremst að gagnrýna þarna í viðtalinu hjá RÚV var um þetta tiltekna viðtal: Það laut einfaldlega að því að það voru til gögn. Þú ert að tala við viðmælanda sem var með mjög alvarlegar ásakanir og gefa eitthvað í skyn. Þú ert blaðamaður. Þegar þú birtir þetta viðtal eða áður en það er tekið er eðlilegt að spyrja „hefur þú tök á að reiða fram lögregluskýrslu eða kæruna? Getum við fengið einhver sönnunargögn?“. Það er þannig sem við lögfræðingar vinnum. Þú ert að fara að saka einhvern um eitthvað sem er alvarlegt sem ekki hefur verið tekið fyrir af hálfu dómstóla: Hvernig væri að fá sönnunargögn og heimildir um hvað sé satt og rétt? Það sem greinin mín snerist um var það að þá hafði verið gert opinbert hverjar væru staðreyndir málsins með tillit til hvað stæði í lögregluskýrslu.

Það sem var aðalatriðið var að þessi skjöl, þessi trúverðugu gögn, gáfu til kynna að myndin væri önnur en það sem kom fram í viðtalinu. Það er eðlilegt að spyrja hver vinnubrögð fjölmiðlamannsins væru þegar viðtalið var tekið.“

Er Helgi ekkert smeykur við að blanda sér í þetta málefni?

„Ég hef sannað það með verkum mínum að ég stend fyrir ákveðna hluti og ég hef hugrekki til að fylgja þeim eftir. Það er erfitt.“

- Auglýsing -

Fékk hann ekki á sig holskeflu þarna?

„Jú, en hvaða máli skiptir það? Ég er með verkefni eða sýn og það sem er að gerast til dæmis núna í samfélaginu er að það er popúlismi í gangi sem er tilfinningalegur og byggður á því að samfélagsmiðlar eru ný tegund af miðlum og það er svo auðvelt núna að hræra í hausnum á fólki. Það er svo auðvelt að breyta viðhorfum og skoðunum eftir nokkrar sekúndur. Það er hættulegt. Það hefur alltaf sýnt sig þegar kemur ný tækni eða þeir sem berjast fyrir því sem ég kalla ofstæki geti í skjóli þekkingar sinnar, áróðri og fleiru haft óeðlilega mikil áhrif og ég man það svo og met það svo að það verður einhver að vera tilbúinn að standa gegn svona þróun vegna þess að það er þannig sem við verjum siðað samfélag og það er þannig sem við verndum réttarríkið.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -