Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Helgi tekur Bjarkey til bæna- Kann ekki að skammast sín: „Hvers vegna faldi meirihlutinn erindi N4“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan lætur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingkonu VG og formann fjárlaganefndar, fá það óþvegið í pistli sem hann birtir á Facebook. Helgi segir hana ekki kunna að skammast sín eftir að hún fullyrti í Bítinu í morgun að ekki stæði til að draga til baka 100 milljón króna styrk til sjónvarpstöðvarinar N4. Helgi segir málið vera ævintýralegt fúsk en einnig feluleikur, þar sem bréf framkvæmdastjóra N4 til Alþingis var ekki birt, líkt og venja er.

Sjá einnig: María segist fara á hausinn ef ríkið styrki ekki N4 – Svona var bréf hennar til mágs síns

Hér fyrir neðan má lesa pistil Helga í heild sinni

-Að kunna ekki að skammast sín-

Formaður fjárlaganefndar mætti í Bítið í morgun – eftir að hafa baðað sig í eigin góðmennsku á samfélagsmiðlum í gær á kostnað öryrkja – og varði þetta ævintýralega fúsk og feluleik varðandi erindisrekstur hennar fyrir N4.

Bjarkey hélt því fram að það hefði nú aldeilis ekki verið hætt við að styrkja N4, margfalt á við aðra. Það væri bara sett í hendur ráðherra.

- Auglýsing -

Það þyrfti bara að árétta skilning fólks á þessu öllu. Það fór nefnilega allt á hliðina, sagði hún.

Það hafi eitt vakað fyrir þeim blessuðum í meirihlutanum að bregðast við, því þau teldu og vildu auka stuðning við fjölmiðla á landsbyggðinni, einkum við framleiðslu þátta og sjónvarpsefnis. Því hentu þau þarna inn óvæntum hundrað millum, sem svo ráðherrann ætti bara að úthluta með áherslu á sjónvarpsefni á landsbyggðinni.

Síðan segir hún: „Það væri áhugavert ef Byggðastofnun og fjölmiðlanefnd myndu vinna greiningu á stöðu fjölmiðla í dreifbýlinu og koma með tillögur að því hvernig mætti gera betur þar.”

- Auglýsing -

Það var og!

Þannig að sú bjargfasta trú þeirra meirihlutamennana, að nauðsynlegt væri að styrkja N4 byggði ekki á neinu nema þessari beiðni (því enginn annar bað um styrk eða hefði fengið hann samkvæmt upplegi nefndarinnar, þrátt fyrir fullyrðingar um annað).

Ekkert mat lág fyrir á nauðsyn þess að rjúka til og margfalda styrk til sjónvarpsmarkaðarins í kjördæmi Bjarkeyjar.

Bara bréf mágkonunnar frá Kaupmannahöfn, uppfullt af rangfærslum.

(Hér er ágætt að benda á að inni á vef Fjölmiðlanefndar blasir nú við stór frétt um úthlutun á sérstöku framlagi til landsbyggðarmiðla af fjölmiðlastyrknum, þar sem óskað er eftir umsóknum. Það er sem sagt þegar til slíkur sérstakur landsbyggðarpottur, ofan á hinn almenna)

Skammarhausinn beit svo Bjarkey af (í fáséðum stíl við annað) þegar hún lagði til að einn eigenda N4 tæki að sér að kanna þörf fyrirtækisins fyrir aukið fé.

Ég gef mér reyndar að það hafi verið grín.

Eins og þegar hún reyndi að tala Stefán Vagn frá tillögunni, sem hann sannarlega lagði fyrir þingið með meirihlutanum. Samlíkingin við bóndann og búvörusamninginn var þar punchline, að ég held.

Eftir stendur ósvarað hvers vegna meirihlutinn faldi erindi N4 og ætlaði augljóslega ekki að það kæmi fyrir augu okkar allra hinna.

Í proper þjóðþingum væri það talið meiriháttar mál ef slík erindi væru ekki birt opinberlega.

Hér er þetta hins vegar aukaatriði, enda virðist það einhverra hluta vegna vera einkamál fjölskyldna og kjördæma, hvernig hakkað er í pylsunar í fjárlaganefnd alþingis.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verða að svara fyrir þessi vinnubrögð; sem sannarlega var ekki undið ofan af nema af því að upp um þau komst.

Öryrkjar landsins geta svo þakkað Bjarkeyju góðmennskuna, og þá sérstaklega þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -