Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar lagði hald á nokkur tonn af matvælum sem höfðu verið geymd við ófullnægjandi aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort matvælin voru í eigu fyrirtækis eða einstaklings en tekin var ákvörðun um að farga mætvælunum. Vísir hafði eftir íslenskum fjölmiðli í morgun að tíu heilbrigðisfulltrúar hafi komið að aðgerðinni sem átti sér stað í síðustu viku en málið er talið fordæmalaust.
„Við komumst á snoðir um ólöglegan matvælalager, þar sem meðal annars voru frystikistur með ýmiss konar matvælum,“ sagði Óskar Ísfeld Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið og bætir við að ákvörðunin um að farga matvælunum hafi verið tekin fljótlega eftir skoðun. Ekki liggur fyrir hvort matvælin hafi verið seld á veitingastöðum en málið er í rannsókn.