Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Herdís varar við hættulegum papparörum: „Börn þegar þurft að fara á bráðamóttökur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á síðunni „Árvekni – slysavarnir barna“, sem haldið er úti af Herdísi L. Storgaard, hjúkrunarfræðingi og forstöðumanni Miðstöðvar slysavarna barna, er vakin athygli á slysahættu sem fylgt getur notkun pappadrykkjarröra.

Notkun papparöra hefur aukist töluvert undanfarið og rörin fylgja nú til að mynda kókómjólk og hinum ýmsu drykkjum í litlum fernum.

Herdís segir frá því hvernig endar á rörunum hafi losnað frá þegar tvö ung börn voru að nota þau. Þeim hafi ekki orðið meint af, en foreldrarnir hafi látið Herdísi vita í þeim tilgangi að hægt væri að vara við hættunni.

Herdís segir að við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að þetta sé þekkt fyrirbæri og að nokkur börn hafi lent á bráðamóttökum erlendis eftir að hafa verið nærri köfnun vegna notkunar á pappadrykkjarrörum.

„Ung börn átta sig ekki á hættum og gera sér ekki grein fyrir því hvað getur gerst ef endinn af rörinu fer af við það að þau bíti hann af eða hann einfaldlega losni með langvarandi notkun á rörinu,“ segir Herdís.

Enn virðist ekki vera til reglugerð eða kröfur um öryggi papparöra og er því ljóst að rík ástæða er til að gæta fyllstu varúðar þegar litlum börnum er leyft að nota slík rör – eða sleppa notkun þeirra alfarið í tilfelli ungra barna, eins og Herdís bendir á.

- Auglýsing -

Eins og Herdís segir í færslunni eru þekkt tilfelli þar sem slys urðu á börnum við notkun plaströra. Það gefur hinsvegar auga leið að mun auðveldara sé að bíta enda af papparörum heldur en plaströrum og áhættan því meiri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -