Mánudagur 11. desember, 2023
0.8 C
Reykjavik

Hermannaveikin á Íslandi – Smit rakin á spítalana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var í maí árið 1985 þegar ein helsta orsök lungnabólgutilfella á Íslandi kom loks í ljós en var það hermannaveikin. Veikin varð nokkuð útbreidd hér á landi og leyndist hún bæði á Borgarspítala og Landsspítala. Þrjátíu manns af þeim 200 sem höfðu fengið lungnabólgu, reyndust hafa fengið bakteríuna sem olli hermannaveiki en þar af létust sex manns. Fjallaði DV um málið á sínum tíma og benti margt til þess að tíðni veikinnar hafi verið meiri hér á landi en í nágrannalöndum. Bakterían var sögð kunna best við sig í heitu vatni en voru tíu smit rakin til spítala.

„Heilbrigöisyfirvöldum hér á landi var ekki kunnugt um að rannsóknir á tilvist hermannaveiki hefðu farið fram allt frá hausti 1983. Frá hausti 1983 til hausts 1984 voru öll lungnabólgutilfelli, um 200 að tölu, könnuð á Landspítalanum og Borgarspítalanum. Bæði var um að ræða sjúklinga sem höfðu verið lagðir inn og þá sem höfðu fengið veikina á spítulunum. Í þrjátíu tilfellum fannst bakterían sem veldur hermannaveiki. Af þessum 30 létust líklega 5—6 sjúklingar af völdum veikinnar. Bakterían, sem veldur veikinni, þrífst vel í heitu vatni, um 30—50 stiga heitu,‘‘ segir í frétt DV frá árinu 1985 en skömmu áður var haft eftir Skúla Johnsen, borgarlækni, að hann hefði ekki heyrt minnst á veikina hér á landi. Auk þess taldi hann enga hættu vera á hermannaveikinni hér á landi en aðeins degi eftir þá staðhæfingu Skúla kom allt annað í ljós.

„Það er ákaflega vont að lesa um svona lagað fyrst í blöðunum. Þetta eru upplýsingar sem eiga að berast jafnóðum til heilbrigðisyfirvalda. Við höfðum ekki hugmynd um þetta og það hafði aldrei verið á þetta minnst við okkur,” sagði Skúli í viðtali við DV og taldi málið alvarlegt. Einn þeirra sem stóð að rannsóknunum var Sigurður B. Þorsteinsson, læknir. Sagði hann að skella mætti skuldinni á þá að upplýsingarnar hefðu ekki ratað til yfirvalda og þótti málið hið mesta hneyksli. Hins vegar hafi það verið mat þeirra að ekki hafi verið rétt að opinbera niðurstöðuna fyrr en þeir væru fyllilega sannfærðir um tilvist veikinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -