Föstudagur 11. október, 2024
-1 C
Reykjavik

Hildur ennþá oddviti í borginni: „Þetta var enginn krísufundur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hafnar því að flokkurinn hafi haldið krísufund fyrr í dag en Mannlíf greindi frá því fyrr í morgun að væntanlegur fundur flokksins í hádeginu yrði átakafundur. Heimildir Mannlífs herma að mikið ósætti sé með Hildi Björnsdóttur, oddvita flokksins í borginni, vegna afstöðu hennar í Borgarlínumálinu en hún er eini borgarfulltrúi flokksins sem er fylgjandi Borgarlínunni.

„Hann gekk vel, þetta var reglulegur fundur,“ sagði Kjartan í samtali við Mannlíf um fundinn. „Við hittumst alla mánudaga á flokksfundi. Þetta var enginn krísufundur. Þetta var bara venjulegur fundur.“

„Það voru alveg teknar ákvarðanir. Á þessum fundi förum við yfir málaskrá vikunnar og allt það. Ef þú ert að vísa til samgöngusáttmálans þá voru engar sérstakar ákvarðanir teknar,“ sagði borgarfulltrúinn þegar hann var spurður hvort einhverjar stórar ákvarðanir hafi verið teknar á fundinum.

Flokkurinn ekki klofinn

En er Hildur ennþá oddviti?

„Jájájájá, það kom engin tillaga fram um annað.“

- Auglýsing -

„Mín tilfinning er ekki sú að hann hafi klofnað í þrennt,“ sagði Kjartan þegar hann var spurður út í hvort það væri ekki óheppilegt að flokkurinn hafi brotnað í þrennt þegar atkvæði voru greidd um samgöngusáttmálann í borgarstjórn. „Það var eitt atkvæði með, svo einn sem sat hjá. En bæði Sandra, sem greiddi atkvæði með sáttmálanum, Friðjón, sem sat hjá, voru gagnrýnin á sáttmálann að mörgu leyti. Eins og við vorum. Það hefur alveg komið fyrir áður að menn greiða kannski ekki alveg eins atkvæði en ef maður hlustar á ræður þeirra á fundinum þá fannst mér vera mikil og heilbrigð gagnrýni í þeim ræðum. Þannig að mér finnst alls ekki mikið sem skilur á milli.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -