Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.7 C
Reykjavik

Hildur líkir saman Kveiksviðtalinu og viðtali RÚV við Ólaf Skúlason biskup: „Hvar stóðuð þið þá?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég get ekki annað en spurt ykkur sem hafið tapað ykkur á Facebook og kaffistofum yfir því að þessar fimmtán ára gálur eigi nú allt illt skilið og þessi gulldrengur hafi gert hreint fyrir sínum dyrum; munið þið eftir þessu?

Þegar biskup Íslands mætti í drottningarviðtal hjá RÚV fyrir aldarfjórðungi, hvar stóðuð þið þá og hvernig hefur sagan farið með þá afstöðu sem þið tókuð þá vikuna eða það árið?“

Þetta segir Hildur Lilliendahl í pistli sem birtur var á Vísi í morgun.

Í pistlinum gagnrýnir Hildur fréttaskýringaþáttinn Kveik harðlega fyrir viðtal sem tekið var við Þóri Sæmundsson og sýnt í þættinum á þriðjudagskvöld.

Hún segir ljóst að Þórir sýni enga iðrun eða eftirsjá.

„Reyndar sagðist Þórir Sæmundsson einnig, með sínum eigin orðum í þessu viðtali við Þóru Arnórsdóttur, vera viss um að hafa farið yfir mörk samstarfskvenna sinna þegar hann vann í Borgarleikhúsinu enda hafi hann jú verið í neyslu og konurnar sem hann var að vinna með hafi bæði verið ungar og dansarar. (Og eins og við vitum er 2+2=kynferðisleg áreitni, ég meina, þær voru ungar og DANSANDI.)

- Auglýsing -

Aðspurður jánkaði Þórir því að hafa ekki viljað flytja burt vegna þess að í því myndi felast einhverskonar viðurkenning á sekt. Með öðrum orðum; hann vill ekki gangast við sekt. Enda sagði hann sjálfur að samfélagið sem hann býr í sé bara klikkað af því að hann fær ekki vinnu við þjónustu- eða umönnunarstörf.“

Hildur vill meina að með þættinum hafi aðstandendur Kveiks og RÚV ollið þolendum kynbundins ofbeldis miklum skaða.

„Með því að draga fram einn hálfsannleik sem túlkaður er af iðrunarlausum geranda og halda að það varpi einhverju ljósi á hvernig samfélagið tekur á gerendum almennt er alið á þolendaskömm og gerendameðvirkni sem var feykinóg af fyrir.

- Auglýsing -

Umfjöllun um úrvinnslu og meðferð mála er mikilvæg og getur leitt til góðs en þessi þáttur gerði ekkert nema auka á átök, sársauka og niðurlægingu þolenda.

Bæði þolenda Þóris og annarra þolenda kynbundins ofbeldis.“

Í lok pistilsins segir Hildur:

„Hugsum okkur aðeins um. Rifjum upp viðtalið við Ólaf Skúlason biskup frá árinu 1996. Þegar þetta nýjasta viðtal verður skoðað í ljósi sögunnar, hvaða afstöðu hefðir þú viljað hafa tekið, svona eftir á að hyggja?“

Pistil Hildar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -