Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hildur stóð skjálfandi fyrir framan fjóra karlmenn: „Fór í það að sleikja sárin og jafna mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Ósk segir það ömurlega lífsreynslu að vera þolandi kynferðisofbeldis á vinnustað þar sem flestir starfsmennirnir eru karlkyns. Síðasta helgi var henni afar erfið eftir að hafa lent í fjórum karlmönnum í vinnunni sem þóttust allt vita um meint kynferðisofbeldi í tengslum við mál Vítalíu Lazareva og fimmenninganna.

„Helgin fór mikið til í það að sleikja sárin og jafna mig andlega eftir baráttu síðustu viku, þar sem vígvöllurinn var þolendaskömmun, kvenfyrirlitning, drusluskömmun og þöggun kynferðisofbeldis,“ segir Hildur í færslu á Facebook sem hún deildi inn í fjölmennt baráttusamfélag gegn ofbeldismenningu hér á landi.

Eftir rifrildi við mennina fjóra kom Hildur heim til sín með kvíða í maganum. Við skulum gefa henni hreinlega orðið og hér kemur færsla hennar í heild sinni:

„Það lítur út fyrir það að, þegar þú vinnur á vinnustað þar sem eingöngu karlmenn, flestir alveg yndislegir almennt, starfa í þinni deild og þú ert að vinna við hádegismatinn þeirra, er mjög óþægilegt og triggerandi að vera þolandi kynferðisofbeldis, eina konan og feminísk þegar samræður eiga sér stað um kynferðisofbeldi og málefni síðustu daga.

Að standa skjálfandi fyrir framan 4 karlmenn sem allir segja í kór „afhverju fór hún í þennan bústað“ „hún hefði átt að fara“ „þetta var ekki nauðgun“ er erfiðara en mig hefði grunað. Tek fram að enginn var æstur og allir bara hinir rólegustu eins og alltaf. Ég hugsaði um að þegja og hlusta og bregðast ekki við. Það gekk ekki eftir, reiðin og tilfinningar tóku yfir og ég tók til varnar konunnar sem varð þarna fyrir ofbeldi en líka fyrir sjálfa mig, fyrir framtíð dóttur minnar, fyrir ömmu mína, mömmu mína, systur mínar, frænkur mínar, vinkonur mínar og aðrar konur sem hafa verið í aðstæðum þar sem við „hefðum átt að fara/segja bara nei“. Ég náði ekki að segja mikið, allt þagnaði og ég var í of miklu uppnámi til að fara málefnalega að og ég held þeir skynjuðu það því þetta hélt ekki áfram. Ég held að adrenalínið og reiðin hafi haldið mér gangandi út vinnuna en það sem heltist yfir mig á meðan ég keyrði heim var bugun og uppgjöf.

Það sem mig LANGAÐI að segja var eftirfarandi;

- Auglýsing -

• Hún fór í bústað með manni sem hún treysti – afhverju ekki? Eru karlmenn á fimmtugs og sextugsaldri eitthvað sem ætti almennt að varast, er ég sjálf í einhverri sérstakri hættu á vinnustað þar sem þetta er meðalaldur og eingöngu karlmenn? Ég hef ekki upplifað það að minnsta kosti.
• Fingur inn í endaþarm án samþykkis ER nauðgun.
• Þeir hefðu átt að sleppa því að fara með 22ja ára stelpu með sér í bústað ef þetta var á planinu á milli þeirra eða ef þeir treystu sjálfum sér ekki í kring um kvenmann í heitum potti.
• Einu sem geta stoppað ofbeldið eru þeir sem beita því!
• Það getur verið ennþá verra fyrir þolendur ofbeldis að berjast á móti og hreinlega hættulegt.
• Samþykki er háð aðstæðum. Samþykki sem fæst með ógnun, tálmun eða valdbeitingu er ekki samþykki – fjórir þjóðþekktir karlmenn að fara yfir mörk á einni helmingi yngri konu er klár ógnun og valdbeiting, meðvituð eða ómeðvituð.
• Nauðgun og kynferðisofbeldi er ekki bara eins og í bíómyndunum – það er ekki alltaf ráðist með offorsi á einstakling sem berst á móti með kjafti og klóm.
• AÐ FARA Í SUMARBÚSTAÐ/HEITAN POTT MEÐ KARLMÖNNUM, NAKIN EÐA FULL KLÆDD, Á EKKI AÐ VERA HÆTTULEGT NÉ BOÐ UM EITTHVAÐ KYNFERÐISLEGT.

Það eru mannréttindi að fá að vera á sínum vinnustað og þurfa ekki að verja eða réttlæta ofbeldi sem þú hefur upplifað.

Þar er alveg spurning hvort að vinnustaðir almennt ættu ekki að vera gerðir skyldugir til þess að halda örnámskeið reglulega varðandi kynferðisofbeldi og kynferðislegt áreiti. Nóg er af fræðsluefni og samtökum til samstarfs. Ég held að hver og einn vinnustaður hafi eingöngu gott af því þar sem konur eru hluti, misstór en oftast minni, af flestum vinnustöðum og 1 af hverri 3 konum eru þolendur ofbeldis eða áreitis.

- Auglýsing -

Mig langar að enda þetta á því að segja að ég held ekki að neitt af þessu hafi verið illa meint né vel upplýstar skoðanir.

Málið er bara að fræðslan er of lítil, við erum að opna þarna á málefni sem hefur verið þaggað niður í hundruði ára og nánast einungis helmingur mannkyns fundið fyrir. Við erum bara að byrja á því að krefjast þess að ábyrgð sé tekin af slíkum brotum og að þolendur fái viðurkenningu á að brotið sé á þeim. Að því leiti til er ekkert endilega skrýtið að þeir sem ekki hafa þurft að reyna þetta á eigin skinni hafi ekki skilning á þessu. Vegna vanhæfni réttarkerfis okkar í málefnum kynferðisafbrota eru fordæmin fá og það er oft okkar eina leið, búandi í réttarríki, til þess að greina á milli sakleysis og sektar.

Ég vil því biðla til þeirra sem hvorki hafa reynslu eða fræðslu að fræða sig um kynbundið kynferðisofbeldi, viðbrögð þolenda, tölfræðina á bakvið kynferðisofbeldi og sögu þess í okkar samfélagi frá sjónarhorni kvenmanna.

JÁ án þvingunar er samþykki – allt annað, meðal annars þögn og aðgerðarleysi, er ekki samþykki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -