2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Chernobyl

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna 2020 fyrir tónlist sína við þættina Chernobyl. Tilnefningarnanr voru kynntar í gær.

Hildur hefur þegar hlotið eftirsótt verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl, meðal annars Emmy-verðlaun.

Hild­ur er til­nefnd fyr­ir bestu tónlist í sjón­ræn­um miðlum (Best Score Soundtrack For Visual Media) en sá flokk­ur nær yfir kvik­mynd­ir, sjón­varpsþætti, tölvuleiki og aðra sjónræna miðla.

Aðrir sem eru tilnefndir í sama flokki eru Alan Silvestri fyrir tónlistina í Avengers: Endgame, Ramin Djawadi fyrir tónlistina í áttundu seríu Game of Thrones, Hans Zimmer fyrir tónlistinina í Lion King og Marc Shaiman fyrir tónlistina í Mary Poppins Returns.

AUGLÝSING


Grammy-verðlaun­in verða af­hent í 62. sinn þann 27. janú­ar, 2020.

Sjá einnig: Mamma Hildar seldi bílinn til að kaupa fyrsta sellóið handa henni: „Mamma, þetta er fyrir þig“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum