Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Hin íslensku Bonnie og Clyde – Rændu 100 milljónum og skyldu eftir ógreidda hótelreikninga

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Parið Sigurjón Pétursson og Sigríður Hákonardóttir Waage vöktu mikla athygli sumarið 1995 en þau fengu viðurnefnið „Hin íslensku Bonnie og Clyde“

Sigurjón og Sigríður voru handtekin fyrir að stela um 70 milljónum frá verslunarfélaginu Íslensk-ameríska þan 28 júní árið 1995. Fengurinn var þó að mestu í víxlum og ýmsum viðskiptaskjölum sem erfitt hefur verið að koma í verð, fyrirtækið tapaði þó miklum fjármunum á því að láta ógilda alla þessa pappíra.

Parið átti sér langan sakaferil fyrir innbrotið og voru bæði í alvarlegri fíkniefnaneyslu. Eftir innbrotið héldu þau á Austurland þar sem þau brutust inn í fjögur fyrirtæki. Skrifstofurnar hjá Kaupfélagi Vopnafjarðar, Bókhalds- og viðskiptaþjónustu Kristjáns Magnússonar, verslunina Kauptún og flugstöðina á Vopnafirði.

„Þaðan tóku þau nokkur ávísanahefti og samtals 75 þúsund krónur í peningum. Einnig tóku þau ýmsan varning, talsvert af geisladiskum, matvæli auk mikils magns af áfengi og bjór sem þau komist yfir í flugstöðinni. Þetta gerðist fimmtudaginn 6. Júlí,“ segir í ítarlegri grein Helgarpóstsins á sínum tíma.

Eins og áður sagði voru þau bæði langt leiddir fíklar en þau sprautuðu efnum í æð, það þótti mikill skandall árið 1995 enda sú neysla ekki nærrum því eins algengt og hún er í dag.

Sunnudaginn 9.júlí sama ár braust parið inn í heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri þar sem þau lögðu hald á mikið magn lyfja, einkum morfínlyfja sem ætla mátti að þau notuðu í neyslu.

- Auglýsing -

Eftir þessa löngu ferð um landið náði lögreglan þeim loks í Grímsnesi. Í bílnum þeirra var mest allt þýfið. Lögreglan fann svo lyfin við veg á Grímsnesi þar sem parið hafði skilið þau eftir.

Áður en Sigurjón og Sigríður brutust inn í Íslensk-ameríska höfðu þau skilið eftir sig langa slóð af ógreiddum hótelreikningum á Norðurlandi, á milli staða óku þau á stolnum bíl sem þau fundu á Akureyri.

„Sigurjón og Sigríður eru vel þekkt innan lögreglunnar enda eiga þau langan afbrota- og fíkniefnaferil að baki, einkum Sigurjón. Hann er 31 árs gamall en hún 24 ára. Fyrir utan fíkniefnaneyslu er hann einkum þekktur fyrir mikla afkastagetu í innbrotum,“ sagði í Helgarpóstinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -