Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Hinsegin Austurland áberandi í sumar: „Allt var bara æði, langt framar okkar vonum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Félagið Hinsegin Austurland hefur verið áberandi á Austurlandi í sumar en stefna á að vera enn meira áberandi á því næsta.

Í sumar hefur Hinsegin Austurland, sem er félag hinsegin fólks á Austurlandi, fjölskyldna þeirra og velunnara eins og það er orðað á Facebook-síðu félagsins, verið afar áberandi á Austurlandi. Opnunarhátíð Regnbogahátíðar Hinsegin Austurlands var haldin 15. júlí síðastliðinn en einnig hefur félagið aðstoðað og tekið þátt í hinum ýmsu hátíðum víðs vegar um Austurland í júlí.

Skellt í hátíð

Mannlíf heyrði í Töru Tjörvadóttur, formann Hinsegin Austurlands og spurði hana út í sumarið og hvernig fólk hafi tekið í þetta hjá þeim.

Tara Tjörvadóttir
Ljósmynd: Facebook

„Við sem sagt ákváðum að skella í eina hátíð sem væri sameiginleg fyrir allt Austurland. Það er víða á stöðum, eins og til dæmis á Seyðisfirði sem svokölluð halarófa hefur verið farin og það er víða hinsegin menning á Austurlandi en okkur í félaginu langaði að hafa sameiginlega hátíð fyrir Austurland sem yrði þá árlega í júlí. Og bara reyna að vera sem víðast og vera sýnileg. Í sumar verðum við á fjórum stöðum, við vorum með setningarhátíð á Egilsstöðum þar sem við héldum fyrstu Pride-gönguna sem Egilsstaðir hafa verið með, og máluðum regnboga og svo var hátíð í Tjarnargarðinum,“ sagði Tara og játaði því að mætingin hafi verið frábær og hátíðin í alla staði vel heppnuð: „Allt var bara æði, langt framar okkar vonum.“

Félagið var einnig á Lunga á Seyðisfirði. „Svo vorum við í samstarfi við Lunga á Seyðifirði en við vorum með eitt partý-karíókí að kvöldi til en við fengum líka að vera með þann 16. júlí á fjölskylduhátíðinni, vorum með tónlistaratriði og ávarp frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, ráðherra.“

- Auglýsing -

Tina Turner hárkolla og nokkur Prococco-glös

„Í gær fengum við að vera með í undirbúningi á Frönskum dögum og fengum að ganga með þeim í kenderís-göngunni með þeim og við máluðum gangbraut,“ sagði Tara blaðamanni og bætti við: „Og svo verðum við á morgun í samstarfi við Druslugönguna á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Þá göngum við með þeim og málum svo stétt fyrir utan Fjarðarborg. Svo verðum við með tónlistaratriði og ávörp.“

En hefur Tara ekki fundið fyrir meðbyr frá fólki fyrir austan?

- Auglýsing -

„Jú, algjörlega. Í fyrra í kringum Hinseginhátíðina í Reykjavík þá gáfum við hér á Austurlandi út tónlistarmyndband og vorum með fánasölu. Og bara það, það voru allir svo gríðarlega vel í það og allir voru að veifa fánunum. Og á laugardeginum þegar Gleðigangan var í Reykjavík þá enduðum við í stjórninni í heimapartýi þar sem við tókum upp á því að ganga um bæinn klukkan níu um kvöldið, svona óformlega Gleðigöngu sem var rosa gaman. Þegar mamma var búin að setja á sig Tinu Turner hárkolluna á sig eftir nokkur Procecco-glös þá var það bara „hey, nú göngum við Gleðigöngu!“. Og okkur langaði bara að gera næst svona fjölskylduhátíð fyrir alla í ár. Og já, við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og það er greinilega þörf til staðar og það vilja einhvernveginn allir vera með og allir taka svo vel í þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -