Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hissa á fjöldi mótorhjóla lögreglunnar: „Þau voru stolt og hnarreist eins og hópur villihesta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson segist hissa á fjölda mótorhjóla í eigu lögreglunnar í Reykjavík.

Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson birti spaugilega færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann segir frá því sem honum fannst merkilegast við leiðtogafundinn í Hörpu en það var fjöldi mótorhjóla í eigu lögreglunnar í Reykjavík.

„Það sem mér fannst merkilegast við leiðtogafundinn í Hörpu var að sjá hvað lögreglan í Reykjavík á mörg mótorhjól. Ég sá þau í fyrradag bruna suður Lækjargötuna öll í hóp, tugum saman sýndist mér, og þau voru stolt og hnarreist eins og hópur villihesta á amerísku sléttunum. Núna eru þau öll komin inn í bílskúr aftur, nema lúpast eitt og eitt í senn um göturnar, tilgangslaus og dauf í skapi. Mér finnst við ættum að halda annan svona fund sem fyrst, svo mótorhjólin komist aftur út undir bert loft.“

Færslan sló í gegn og skapaðist lífleg umræða í athugasemdum við hana.

„Bæði bílar og mótorhjól voru flutt til landsins bara vegna þessa fundar og fara flest til baka að fundi loknum. Það er ekki eins og við höfum átt þessi hjól inni í skúr, né heldur alla kaggana. Í þessu felst 2-3 milljarða kostnaður en hvað er það á milli vina sem vilja bjarga friði í Evrópu?“ skrifaði Gunnar nokkur.

Hjörtur skrifaði: „Ég hef aldrei áður séð aðra eins gommu af vélbyssum. – Samt lukkaðist Ríkislögreglustjóra ekki – á sínum tíma – i að smygla slíkum inn í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Tollurinn böstaði Harald og Georg.“

- Auglýsing -

Þessu svarar Brjánn: „þetta var glugginn sem þau biðu eftir. nú voru flutt inn haugur vopna sem ekki þurftu að fara gegn um Gæsluna. oll vopnin sem flutt voru inn fyrir þennan fund, verða eftir hjá lögreglunni og enginn mun spyrja nokkurs.“

Bjarki nokkur er ánægður með þetta allt: „Það sem stendur uppúr núna er að loksins er lögreglan kominn með fleiri ökutæki og vopnuð, því þá er hægt að fara hreinsa til.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -