Miðvikudagur 18. september, 2024
11 C
Reykjavik

Hjalti Úrsus rannsakaði mál sonar síns sjálfur: „Það var ekki einn blóðdropi, ekkert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjalti Úrsus talar við Hildi Maríu Sævarsdóttur um mál sonar síns, Árna Gils Hjaltasonar, sem sat saklaus í fangelsi á sínum tíma í 277 daga, en hann hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps árið 2017. Landsréttur sýknaði svo Árni Gils í fyrra.

Árni Gils lést daginn eftir að viðtalið var tekið. Hér fyrir neðan er brot úr viðtalinu.

 

„Í byrjun var hann dæmdur fyrir morðtilræði og settur í einangrun á Litla-Hrauni. Hann var búinn að vera í neyslu og alls konar rugli, þannig að ég hugsaði með mér að þarna væri kominn endapunkturinn; nú gætum við kannski farið að byggja upp aftur,“ segir Hjalti Úrsus í viðtali við Hildi Maríu Sævarsdóttur um son sinn, Árna Gils, sem var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps árið 2017.

Það var ekkert blóð á vettvangi og það var ekkert að manninum.

„Hann sagði mér strax í byrjun að hann hefði ekki komið með neinn hníf. Það var ekkert blóð á vettvangi,“ segir Hjalti Úrsus og bætir við að sonur hans hefði sagt að hann hefði afvopnað mann sem réðst á hann, mann sem hann hafi ekkert vitað að hafi ætlað að hitta hann og hann hefði svo hent hnífnum í burtu. „Maðurinn stökk í burtu, hljóp í burtu, og tók hnífinn með sér. Það var ekkert blóð á vettvangi og það var ekkert að manninum. Og hann sagðist hafa verið edrú. Þeir sem eru búnir að vera í neyslu eru ekkert alltaf að segja satt,“ segir Hjalti Úrsus sem ákvað að skoða málið sjálfur.

Ansi ótrúverðugt

- Auglýsing -

Árni hitti vinkonu sína og var þá maður með henni. Í frétt Vísis segir: „Árni var sakfelldur fyrir að hafa stungið annan mann með hnífi í höfuðið í átökum á milli þeirra við Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017. Fékk maðurinn gat í höfuðkúpuna. Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið í höfuðið. Til átakanna kom þegar Árni kom að sjoppunni til að skila þáverandi vinkonu sinni bíl hennar og hundi sem hann var með. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum hafði verið með konunni í samkvæmi í íbúð nærri sjoppunni og fór með henni til móts við Árna.“ Fréttablaðið er á meðal þeirra fjölmiðla sem fjölluðu um málið og í frétt þar segir meðal annars um atvikið: „Hún hafi lýst at­vikum þannig að brota­þoli hafi farið með henni út á bíla­planið þarna til að hitta Árna, því hún væri hrædd við hann þegar hann væri í svona annar­legu á­standi. Þegar þau hefðu komið til fundarins hafi Árni verið inni í bíl og þeir tveir eitt­hvað farið að ræða saman. Árni hefði svo skyndi­lega komið út úr bílnum, dregið fram hníf og stungið Aron í höfuðið. Öll átökin voru samkvæmt vitninu farþega megin við bílinn,“ segir Hjalti Úrsus. „Það var ekki einn blóðdropi. Ekkert. Miðað við að hann kom á sjúkrahúsið og það flæddi niður augabrúnirnar. Blóð storknar á um 15 mínútum og þá voru um 40 mínútur síðan þetta gerðist. Engu að síður flæddi niður. Hann var svo vitlaus að taka sjálfur myndir af því. Ég fór að rannsaka þetta. Það var ekkert blóð. Það var rétt hjá honum. Maðurinn sagði fyrst þegar Árni var settur í varðhald og einangrun, að Árni hefði komið með hníf og stungið hann. Síðan þegar hann kom síðar í Héraðsdóm þá vissi hann að lögreglan var búin að tala við öll vitnin sem sáu hann labba út með hnífinn og þá breyttist sagan í það að hann hafi verið undir svo miklum áhrifum áfengis og eiturlyfja að hann hefði gleymt því að hann tók með sér hnífinn. Það er rétt. Líklega hefur hnífurinn dottið í hendurnar á Árna eða eitthvað.“ Og Árni var dæmdur.

Og hann féllst á það og sagði að þetta væri ansi ótrúverðugt.

„Svo var hann búinn að vera þessa 277 daga í varðhaldi og þá kom líka annað upp. Ég talaði þá við Leif rannsóknarlögreglumann og ég sagði: „Leifur, þú sérð hvað þetta er mikil vitleysa: Hinn kom með hnífinn og það er ekkert blóð“ og ég fór að segja honum hvað þetta væri arfavitlaust. Og hann féllst á það og sagði að þetta væri ansi ótrúverðugt. Það eru hans eigin orð. En þá sagði hann að Árni hefði verið á kafi í eiturlyfjum. Kókaíni. Ég sagði: ókei. Ég fór þá líka að rannsaka það eins og hitt allt,“ segir Hjalti Úrsus og bætir við að það hafi ekki verið neitt blóðtökuvottorð. Hann segir jafnframt að eitthvað hafi vantað upp á að fullnægjandi gögn fylgdu málinu. „Þau hafa líklega glatast eða týnst. Þannig að þeir týndu öllu.“

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -