Laugardagur 30. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Hjúkrunarheimilið Eir sakað um grófa vanrækslu: „Dregnar voru úr henni 4 framtennur án samþykkis“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hjúkrunarheimilið Eir er sakað um vanrækslu á íbúa heimilisins.

Egill Þorfinnsson sakar hjúkunarheimilið Eir um alvarlega vanrækslu í garð móður sinnar en hún býr á heimilinu. Egill er gífurlega ósáttur við þá meðferð sem móður hans er veitt og sakar Egill starfsfólk þar um að lygar, vanrækslu og aðgerðaleysi.

„Búinn að standa í milku streði við stjórnendur á Eir þar sem móðir mín heilabiluð var hætt að bursta í sér tennurnar og almennn munnhirða engin og bara skelfilegt að sjá hvað munnhirðu hennar hrakaði við komuna á Eir. Einu svörin, við megum ekki neyða hana til þess til að bursta í sér tennurnar. En stjórnendur á Eir virtust mega koma móður minni til tannlæknis þar sem dregnar voru úr henni 4 framtennur án samþykkis og vitundar aðstandenda,“ segir Egill meðal annars í pistili sem systir hans setti á Facebook.

Þá segir Dúa, systir Egils, einnig frá því að fjölskyldan hafi þurft að hringja á sjúkrabíl fyrir móður þeirra þar sem starfsfólk hjúkrunarheimilsins hafi ekki gert það.

„Einnig höfum við systkinin sjálf þurft að hringja í sjúkrabíl til að fara með hana á sjúkrahús þegar hún var komin með bullandi lungnabólgu og vatnssöfnun í kringum hjarta. Við eigum margar sögur,“ segir Dúa í lokin á Facebook-færslunni.

Hægt er að lesa alla færsluna hér fyrir neðan

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -