Laugardagur 13. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Hlutabréf Alvotech halda velli í Kauphöllinni en lækka á Bandaríkjamarkaði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gengi hlutabréfa Alvotech í Kauphöllinni hafði hækkað lítillega í lok fyrsta dags fyrirtækisins á First North markaði. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði hefur lækkað frá skráningu á markað um miðjan mánuðinn.

Líftæknifyrirtækið Alvotech var skráð á First North markað í Kauphöllinni í gær og er næstverðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni á eftir Marel. Samkvæmt Viðskiptablaðinu fóru fyrstu viðskipti með bréf félagsins á genginu 1.310 krónur á hlut en undir lok þessa fyrsta dags var gengið 1.332 í 83 milljóna króna viðskiptum.

Alvotech var skráð á bandarískan markað í Nasdaq-kauphöllinni í New York um miðjan mánuðinn. Við lokun markaða í gær stóð gengi bréfa fyrirtækisins í 9 dölum. Gengi þeirra hefur því lækkað um 6,15 prósent milli daga. Við skráningu á bandarískan markað var útboðsgengið 10 dalir á hlut.

Gert er ráð fyrir því að Alvotech sé fyrsta íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, kom til landsins og hringdi lokabjöllu Nasdaq-markaðarins í Reykjavík í gær í tilefni af skráningu félagsins á markað.

 

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni.

- Auglýsing -

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins. Vonast er til þess að bókin komi út fyrir lok árs, á íslensku og ensku. Lagt er upp með að segja sögu hans af heilindum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -