Hlutafjárútboð Icelandair fer fram í lok júní

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hluthafar í Icelandair samþykktu hlutafjárútboð einróma á hlutahafafundi á Hótel Hilton í dag.

Á fundinum, sem fór fram í fundarsal á jarðhæð Hótel Hilton við Suðurlandsbraut, var lögð fram tillaga stjórnar um að henni yrði gefin heimild til að auka hlutafé félagsins um 30 milljarða króna með útgáfu hlutabréfa.

Hafa hluthafar forkaupsrétt á nýjum hlutabréfum.

Stjórn félagsins fær það hlutverk að ákveða verð hlutabréfanna og sölufyrirkomulag.

Icelandair, hluthafafundur, flugfreyjur

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ávarpaði fundargesti og sagði meðal annars að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu, að því er fram kemur á Vísi. Öll vinna miðaðist að því að undirbúa félagið fyrir óvissutíma, en hann væri sannfærður um að því tækist að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar.

Stefnt er að því hlutafjárútboðið fari fram dagana 29. Júní til 2. Júlí.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Myndir / Styrmir Kári

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Umboðsmaður Beckham harðneitar að ræða hvað gerðist í veiðiferðinni

Victoria Shires, umboðsmaður David Beckham, neitar að ræða sögusagnir um veiðiferð knattspyrnumannsins fyrrverandi með Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni í...