- Auglýsing -
Á laugardaginn greindi lögreglan á Norðurlandi eystra frá því að upp hafi komið hnífstungumál í miðbæ Akureyrar en atvikið átti sér stað um nóttina. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús og ekki talið í lífshættu, það var svo útskrifað í gær.
Árásarmaðurinn er karlmaður undir tvítugt en það staðfesti Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is um árásina og hefur hann stöðu sakbornings í málinu.
Hann vildi þó ekki veita frekari upplýsingar um árásina að svo stöddu.