Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Höfðar mál á hendur framleiðanda Skittles – Segir sælgætið eitrað og óhæft til neyslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Janile Thames, íbúi í San Leandro í Kaliforníu, hefur ákveðið að fara í mál við Mars Inc, fyrirtækið sem framleiðir vinsæla sælgætið Skittles. Hann segir sælgætið innihalda þekkt eiturefni sem geri það óhæft til neyslu.

Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Efnið sem um ræðir kallast titanium dioxide. Á pakkningu sælgætisins er efnið merkt sem E-171. Efnið inniheldur azodicarbonamíð, sem er bleikiefni sem til dæmis er gjarnan notað í brauð, beyglur og pizzur til þess að gefa þeim hvítan lit.

Í kæru Thames segir að fyrirtækið hafi haft fulla vitneskju um skaðsemi efnisins en þrátt fyrir það ekki fjarlægt það úr vörunni.

Titanium dioxide eða E-171 er bannað innan Evrópusambandsins. Mars Inc gaf fyrst út árið 2016 að fyrirtækið ætlaði sér að fjarlægja efnið úr sælgætinu. Frakkland bannaði það árið 2019 og sagðist fyrirtækið þá aftur ætla sér að hætta notkun efnisins eftir það. Það gekk þó ekki eftir og er titanium dioxide ennþá að finna í Skittles.

Thames heldur því fram að fólk sem neyti Skittles sé í aukinni hættu á að þróa með sér ýmsa heilsufarskvilla.

- Auglýsing -

Samkvæmt matvælaöryggisstofnun Evrópu er titanium dioxide „litarefni yfirleitt notað til þess að ná fram hvítum grunnlit.“ Stofnunin segir efnið notað í sælgæti og bakstur. Árið 2021 gaf stofnunin það út að ekki væri lengur hægt að flokka titanium dioxide sem öruggt efni í mat.

Skittles er selt hér á landi og er flutt inn af heildsölunni INNNES.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -