Sunnudagur 2. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Höfnuðu beiðni Erlu um endurupptöku – Þarf að greiða þrjár milljónir í lögfræðikostnað

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi sem féll árið 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi. Var hún dæmd fyrir rangar sakargiftir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Erla hélt því fram að hún hafi verið beitt þrýsingi en dómstóllinn féllst ekki á þá skýringu.

Samkvæmt Vísi féll úrskurður Endurupptökudómsstólsins í síðustu viku en dómstóllinn féllst ekki á það að ný gögn hefðu komið fram í málinu, né nýjar upplýsingar sem gefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins. Þá féllst dómstóllinn ekki á að lögreglan, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, eins og að vitni hafi viljandi farið með rangt mál fyrir dómi.

Aukreitis taldi dómstóllinn að ekki hafi verið miklar líkur á að sönnunargögn hafi verið rangt metin sem gætu haft áhrif, né verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins.

Af þessum ástæðum var skilyrðum til endurupptöku ekki fullnægt og því beiðni Erlu hafnað. Þá þarf Erla að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega þrjár milljónir króna í laun.

Hafa þá allir sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið sýknaðir nema Erla Bolladóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -