Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Höfundur svarar fyrir falsfréttir um kynfræðslubók : „Eðlilegar vangaveltur um kynlíf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndir úr Fávita-bók Sólborgar Guðbrandsdóttur hafa verið settar á netið og dreift sem falsfréttum.

Undanfarna daga hafa gengið á milli fólks myndir úr bókum sem fólk segir að séu ætlaðar ungum börnum allt niður í leikskóla og séu hluti af kennsluefni grunnskóla. Þegar betur er að gáð reynast þetta í mörgum tilfellum misvísandi upplýsingar og í einhverjum tilfellum lygar. Myndir úr Fávita-bók Sólborgar Guðbrandsdóttur fóru í dreifingu í gær og því haldið fram af sumum að bókin sé skyldulestur fyrir börn í 3. bekk. Heimildir Mannlífs herma að þessi bók sé ekki skyldulestur í neinum grunnskólum á landinu en hafi í einhverjum tilfellum verið notuð sem aukaefni í 8. – 10. bekk. Við lestur bókarinnar sé greinilegt að inntak hennar sé meðal annars að kenna unglingum að fólk sé mismunandi, að bera eigi virðingu fyrir mörkum sem aðrir setja og ekki eigi að skammast sín fyrir kynferðislegar hugsanir og langanir á unglingsaldri.

„Kynslóð eftir kynslóð hefur slegið á handarbökin á ungu fólki og fengið þau til að skammast sín fyrir eðlilegar vangaveltur um kynlíf og þessi skömm fylgir fólki oft alla tíð með vondum afleiðingum. Mér datt svona í hug að ég gæti reynt að breyta þeirri stöðu, þó ekki væri nema lítið, með því að svara spurningunum þeirra hispurslaust og heiðarlega í þessari bók. Mér til aðstoðar fékk ég svo kynfræðinga, kvensjúkdómalækni, lögfræðing o.fl. til að yfirfara ýmis svör og tryggja það að ég væri á nokkurn veginn réttri leið. Bókin fékk góð viðbrögð, enda ekki vanþörf á slíku efni á íslensku,“ sagði Sólborg í pistli sem hún birti á Facebook í gær.

„Ef teiknuð mynd af munnmökum í bókinni minn er það „viðurstyggilegasta“ sem þetta fólk „hefur á ævi sinni séð“, guð forði þeim þá frá því að lenda inn á klámsíðum sem börnin þeirra eru að heimsækja og læra af, nú eða heyra af því kynferðisofbeldi sem börnin okkar á Íslandi eru að beita hvert annað. Ég á ekki nema nokkur hundruð slíkar sögur.“

Hægt er lesa allan pistil Sólborgar á hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -