Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Hollywood-stjarna tapaði skák fyrir þernu á Keflavíkuflugvelli – „Hann lét rútuna bara bíða.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var snjófjúk úti á Park Lane þegar ég vaknaði snemma síðasta daginn minn í London við hófaslátt er lífverðir drottningarinnar voru á leið heim í herbúðimar í morgunrofanum. Ég mætti á réttum tíma út á Heathrow en flugvélinni minni seinkaði um klukkustund. Síðan bilaði einn hreyfill hennar yfir Skotlandi og loks lentum við á Íslandi í heimskautsnóttinni. Ég sat í heldrimannastofunni í kaldri flugstöðinni þar til gert hafði verið við vélina. Á meðan tefldi ég skák við glæsilega íslenska þernu sem var allt of góð fyrir mig (þ.e. í skák),“ skrifaði Charlton Heston, leikari, í ævisögu sinni In The Arena.

Bruce Dern og Charlton Heston árið 1969

Margir muna eflaust eftir leikaranum sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Ben-Hur, El Cid og The ten commandments, en var hann tilnefndur til Golden globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í þeirri síðustu. Ævisaga Charlton var gefin út árið 1995 og var þar sutt frásögn leikarans um heimsókn hans til Íslands. Frásögnin vakti athygli og reyndi DV að hafa uppi á þernunni, sem tókst þó ekki. Þrátt fyrir það fannst viðtal við Charlton frá árinu 1968, sem tekið var á Hótel Sögu, þar sem hann var gestur á meðan dvölinni stóð. Jón Birgir Pétursson, þáverandi fréttastjóri Vísis, tók viðtalið við stórleikarann og sagði í samtali við DV að hann hafi munað vel eftir deginum.

Charlton með fjölskyldu sinni

„Ég man að þetta var á laugardegi og ég fór eldsnemma á sunnudagsmorgninum með Braga Guðmundssyni, sem þá var ljósmyndari, á Hótel Sögu. Við fórum upp í Grill og þar sat Charlton Heston með áhöfninni af þotunni,“ sagði Jón Birgir og bætti við að þrátt fyrir að leikarinn hafi verið að undirbúa sig undir heimferðina, hafi hann samt tekið viðtalinu vel og gefið sér tíma. „Við töluðum saman í lobbíinu og farþegarnir voru komnir út í rútu en það var greinilega enginn asi á honum. Hann lét rútuna bara bíða.“

Jón sagði það greinilegt að Charlton vissi sitt hvað um land og þjóð og spurði hann leikarann því hvers vegna íslendingasögurnar væru ekki gerðar að kvikmyndum. Sagðist hann oft hafa velt því fyrir sér og haft þá Leif heppna í huga. „Mynd um hann(Leif heppna) gæti orðið stórbrotið verk en mjög erfitt að vinna það og dýrt,“ sagði stórstjarnan á Íslandi en Jón Birgir lýsti kappanum sem kátum, bráðhressum og alþýðulegum.

Heimildir: Tímarit.is – DV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -