Laugardagur 2. desember, 2023
-1.9 C
Reykjavik

Hopp svarar engu um gagnrýni: „Minnka slysatíðni svo um munar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rafhlaupahjólaleigan Hopp svarar engu um þá hörðu gagnrýni sem fyrirtækið hefur mátt þola undanfarna vikur og mánuði.

Seinustu helgi komu upp tvö atvik sem fjallað var um í fjölmiðlum sem tengjast rafhlaupahjólum. Annars vegar var keyrt með slíku hjóli á konu sem endaði því að tennur í henni brotnuðu og þurfti konan að fara í aðgerð hjá tannlækni og hins vegar ung stúlka sem datt af slíku hjóli, líklega undir áhrifum áfengis, og fannst meðvitundarlaus í blóðpolli.

Sólveig Arnarsdóttir, leikkona, gerði þetta mál að umtalsefni í Facebook-færslu og fór í viðtal á Vísi en það var hún sem fann ungu stúlkuna meðvitundarlausa í blóðpolli.

„Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“

Þá sagði Sólveig að yfirvöld þurfi að stíga inn í því að fyrirtækin muni ekki gera neitt til að hjálpa.

„Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“

- Auglýsing -

Hopp hefur sætt mikilli gagnrýni síðan fyrirtækið hóf störf og er stærsta rafhlaupahjólaleiga landsins. Mörgum finnast hjólin vera sjónmengum þar sem þau liggja út um allt og hefur vafasöm og ólögleg notkun hjólanna fengið að ganga óáreitt til lengri tíma án þess að yfirvöld grípi inn í. Hins vegar verður ekki deilt um vinsældir og nytsemi hjólanna en fólk veltir fyrir sér hvort að það sé nóg til að réttlæta að það slæma sem þeim fylgir.

Mannlíf sendi spurningar á Hopp í byrjun vikunnar þar sem meðal annars var spurt um hvað fyrirtækinu þætti um þessa gagnrýni og hvort að það kæmi til greina að slökkva á hjólunum um nætur. Hopp hefur ekki svarað spurningum Mannlífs að neinu leyti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -