Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hópur krakka gekk í skrokk á dreng við Breiðholtslaug: „Þetta var algjörlega gert til að meiða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona nokkur varð vitni að því er hópur krakka gekk í skrokk á unglingsstrák fyrir utan Breiðholtslaug.

„Um klukkan 13:35 varð ég vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug

Þar var hópur ungra krakka (held þau/þeir hafi verið sirka 5 í hóp) að berja, sparka í og traðka á unglingsdreng (grunnskólaaldur) sem var á leið með vinum sínum í sund.“

Þannig hefst hin sláandi frásögn konu nokkurrar sem hún birti á íbúðasíðu Breiðholtsins á Facebook. Segir hún að þolandinn og allir vinir hans séu af asískum uppruna.

„Þolandinn var af asískum uppruna og voru vinir hans sem voru með honum í sundi það líka.
Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar.

Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur. Starfsfólk laugarinnar tók niður nafnið mitt og símanúmer ef að foreldrar þessa drengs finnast og vilja ræða við vitni.“

Að lokum beinir konan orðum sínum að foreldrum:

- Auglýsing -
„Kæru foreldrar, nú verðum við að taka höndum saman og reyna að takast á við þetta vandamál sem virðist algjörlega engan endi ætla að taka!

Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“

Í samtali við Mannlíf sagði konan, sem ekki vill láta nafn síns getið að hún hafi náð að stöðva árásina með því að standa á flautunni en hún var á bíl á leið í sund með fjórum börnum. „Ég keyri inn á bílaplanið og þá orgar dóttir mín á mig að það sé verið að meiða einhvern þarna, þannig að ég steig bílinn bara og keyrði að þessu. Stóð svo á flautunni þar til strákarnir hlupu af honum. Ég stökk svo út úr bílnum og byrjaði að hlúa að drengnum. Hann var slasaður, vankaður, stóð upp og datt, fraus algjörlega og afþakkaði alla aðstoð.“

Konan sagðist telja að gerendurnir hafi verið fjórir til fimm, sennilega allt strákar og á svipuðum aldri og þolandinn og vinir hans, á að giska 13 til 16ára. „Þetta var algjörlega gert til að meiða og þeir voru ekkert að grínast. Þeir stóðu á honum og spörkuðu í hann og tröðkuðu á andlitinu á honum og börðu hann. Þetta var brútal.“

- Auglýsing -

Bætti hún svo við að lokum að krakkarnir sem voru með drengnum sem ráðist var á hafi verið sirka 6 til 8, þar af tvær stelpur, öll af asískum uppruna. „Mér finnst svo mikilvægt að foreldrarnir viti þetta og að hann fái hjálp“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -