Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Hörður um landsliðsþjálfarann: „Heiðar­leiki er oft eitt­hvað sem vantað hefur í svör Arnars“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íþróttafréttamaðurinn Hörður Snævar Jónsson ritar athyglisverðan pistil um Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara karla í fótbolta og störf hans:

Hörður Snævar Jónsson er íþróttastjóri Torgs.

„Arnar Þór Viðars­son, lands­liðs­þjálfari Ís­lands, hefur verið upp við kaðlana í rúmt ár, svör hans í kringum hita­mál lands­liðsins hafa oft á tíðum ekki verið sann­færandi og gengi liðsins slakt,“ skrifar Hörður og heldur áfram:

„Þjálfarinn mætti hins vegar klár í slaginn á frétta­manna­fund síðasta föstu­dag þar sem hann valdi hóp sinn fyrir komandi verk­efni. Heiðar­leiki er oft eitt­hvað sem vantað hefur í svör Arnars en þegar kom að því að ræða mál Alberts Guð­munds­sonar var þjálfarinn loks heiðar­legur í svörum.

Albert Guðmundsson.

Blaða­menn Frétta­blaðsins vissu af vanda­málum í sam­skiptum Arnars og Alberts í verk­efni liðsins í júní og spurðu þjálfarann út í þau. Þá þóttist Arnar koma af fjöllum þegar hann var spurður. Nú á­kvað Arnar að vera heiðar­legur með málið og sagði frá því að hegðun Alberts hefði orðið til þess að hann vilji ekki vinna með honum á næstunni. Ekki eru allir sam­mála um að rétt sé að taka Albert út úr hópnum en valið er þjálfarans og ef hann hefur engan á­huga á að vinna með leik­manni er betra fyrir alla að sá leik­maður sitji heima.“

Hörður bætir við að „Arnar var hið minnsta heiðar­legur í svörum; Arnar hefði hins vegar getað verið ögn heiðar­legri í svörum sínum þegar hann fór að ræða Birki Bjarna­son.

Birkir Bjarnason.

Hann sagði Birki hafa staðið sig frá­bær­lega innan sem utan vallar undan­farið ár, vel má vera að Birkir hafi staðið sig frá­bær­lega utan vallar í erfiðri stöðu en innan vallar hefur Birkir átt veru­lega erfitt upp­dráttar,“ segir Hörður og máli sínu til stuðnings nefnir hann að „í gögnum sést að hlaupa­tölur Birkis eru ekki þær sömu og skilaði miðju­maðurinn rétt um átta kíló­metrum í einum af leikjum sumarsins. Birkir var þá einn sem djúpur miðju­maður og eðli­legar tölur væru í kringum 12 kíló­metra.

- Auglýsing -

Birkir hefur verið langt frá sínu besta innan vallar með lands­liðinu um langt skeið og það sér Arnar Þór Viðars­son eins og allir aðrir sem vilja sjá það. Vonandi finnur Birkir sitt gamla form í komandi verk­efni en hann er leikja­hæsti leik­maður í sögu Ís­lands.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -