Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hótel Skúla gjaldþrota

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að að Base hótel á Ásbrú, sem Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW, opnaði 2016, hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur. RÚV greinir frá því að gjaldþrotaskiptin hafi verið gerð daginn eftir að hótelinu var lokað og starfsfólkinu sagt upp.

Hótelið opnaði árið 2016 og var það í eigu fé­lagsins TF Hot ehf sem er í eigu Skúla. Fyrir þremur árum síðan var fast­eign hótelsins aug­lýst til sölu og sagði Skúli það vera til að fjármagna höfuðstöðvar WOW og hótel í Kópavogi. Hins vegar varð ekkert af sölu eignanna.

Fréttastofa RÚV greindi frá því í síðustu viku að þrotabú WOW hefði höfðað á annan tug riftunarmála og að Skúla sé stefnt í öllum málunum. Er gerð skaðabótakrafa á hendur honum þar sem hann samþykkti allar greiðslurnar. Þess er einnig krafist að að Títan, móðurfélag WOW, verði tekið til gjaldþrotaskipta eftir árangurs­lausa kyrr­setningu í eignum fé­lagsins.

Nýverið greindi Morgunblaðið frá því að hópur skuldabréfaeigenda sem tók þátt í skuldabréfaútboði WOW í september 2018 hefði sent fyrrverandi forstjóra og stjórn bréf þar sem þess væri krafist að þau bættu það tjón sem skuldabréfaeigendurnir urðu fyrir þegar WOW fór í þrot. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru stjórnendurnir sem kröfurnar beinast að Skúli Mogensen, Liv Bergþórsdóttir, þáverandi stjórnarformaður, Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður og Davíð Másson, flugrekandi og fjárfestir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -