Í samfélagsmiðlahópnum Hundasamfélagið var athygli var vakin á slæmum aðbúnaði hunda innst í Helgadal í Mosfellssveit. Í myndskeiði sem birt var með færslunni má sjá tvo hunda á vargsveiðitegundum í útigerðum. Vælir annar þeirra sáran og hinn hleypur viðstöðulaust í hringi sem er táknhegðun hunda fyrir mikla vanlíðan.
Indíana Auðunsdóttir sem tók myndskeiðið segir í samtali við Mannlíf:
„Í dalnum hefur verið rekið minkabú í áratugi með misjöfnum árangri og minkar sleppa stundum þaðan. Það er ekki gagnrýnivert að nýta veiðihunda til að ná þeim enda minkurinn fljótur að valda óskunda, en það sem er gagnrýnivert er hvernig þeir eru haldnir og í hve slæmu ásigkomulagi þeir eru andlega.“
Færslan hefur fengið mikil og hörð viðbrögð og lesendur lýsa óhug sínum á aðstæðum dýranna. Margir benda á að vert væri að láta Matvælastofnun vita af ástandinu. Indíana útskýrir frekar í athugasemdakerfinu:
„Þessi staður hefur verið með leyfi fyrir hundahaldinu og þrátt fyrir fjöldamargar ábendingar til Mast þá er þetta ok þar sem það er leyfi til staðar og engar reglur brotnar. Þeir sem hafa verið talsmenn með þessu hafa notað rök eins og að þeir hafi það betra heldur en margir heimilishundar eða að þeir séu ekki hæfir til að hafa inn á heimilum og að það sé gott að geyma þá svona svo þeir verði grimmari við veiðarnar.“



Hér er hlekkur að færslunni á Hundasamfélaginu.