Fimmtudagur 6. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Hrafn Jökulsson er látinn: „Sá sem bjargar einu barni bjargar öllum heiminum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson, rithöfundur, umhverfissinni og skákfrömuður er látinn, 57 ára að aldri.

Hrafn Jökulsson skákfrömuður, rithöfundur og baráttumaður er látinn, 57 ára að aldri.

Hrafn fæddist árið 1965 og var sonur Jökuls Jakobssonar rithöfundar og Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanns.

Á ævi sinni starfaði Hrafn meðal annars sem blaðamaður, ritstjóri, gaf út ljóðabækur, skáldsögur og ævisögur og þá lagði hann einnig fjölmörgum góðgerðarfélögum við. Árið 1998 stofnaði Hrafn Skákfélagið Hrókinn árið 1998 en félagið kynnti skák fyrir börnum bæði á Íslandi og á Grænlandi.

Í sumar greindist Hrafn með krabbamein í hálsi í sumar sem hann skýrði Surtlu en hann var duglegur að lýsa baráttu sinni við meinið á Facebook.

Í síðustu færslu sinni kom hans hinsta ósk fram en þar hvatti hann fólk til þess að styðja við samtökin Björt sýn sem rekur munaðarleysingjaheimili í Kenya: „Sá sem bjargar einu barni bjargar öllum heiminum.“

- Auglýsing -

Eiginkona Hrafns var Oddný Halldórsdóttir en hann lætur eftir sig fjögur börn, Þorstein Mána, Örnólf, Þórhildi Helgu og Jóhönnu Engilráð.

Mannlíf óskar aðstandendum innilega samúð sína. Blessuð sé minning Hrafns.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -