Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Hrafn Jökulsson hættir „OPERATION MIKAEL“: „Sá sem bjargar einu barni bjargar öllum heiminum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skákfrömuður segir að „OPERATION MIKAEL“ sé lokið en það hefur hann kallað færslur sínar á Facebook þar sem hann hefur lýst stríði sínu við krabbameinið Surtlu.

Í glænýrri færslu segir Hrafn að hann sé nú hættur að tala um Mikael og hetjuskap sinn. Þá hvetur hann fólk til þess að styðja aðrar hetjur, til að mynda Ólaf Halldórsson sem rekur munaðarleysingjaheimili í Kenía.

„OPERATION MIKAEL LOKIÐ – BJÖRT SÝN FRAMUNDAN

Kæru vinir
Nú skulum við láta lokið tali um Mikael og hetjuskap eins fjörulalla. Hver einasti starfsmaður sem mætir til vinnu með bros á vör á þessum spítala hefur sýnt meiri hetjuskap en ég. Hvert einasta barna á Hringnum, hundraðfaldan á við mig og alveg örugglega flestir sjúklingar hér í K-byggingu. Fleiri hetjur? Ég hef sagt ykkur frá Ólafi Halldórssyni og munaðarleysingjaheimili hans í Kenya.
Sá sem bjargar einu barni bjargar öllum heiminum. Síðast þegar ég vissi var Ólafur meistari minn, að bjarga 37 börnum, 37 alheimum. Það gerir Ólafur nánast með enga peninga. Nú bið ég alla vini mína sem hafa lýst yfir hrifningu á „hreysti minni“ að fara og skoða facebook-síðu Ólafs og Bjartrar sýnar. Síðan bið ég þau ykkar, sem hafa ráð á þúsundkalli eða meira, að styðja í verki hinn óvenjulega eldhuga og starf hans í Afríku. Þar fara aurarnir alla leið til þeirra sem á þurfa að halda.
Ég ætla að kljást við mitt litla mein en fyrst ætla ég að fara í heimabankann minn og styðja þann mann sem ég dái mest fyrir að bjarga heiminum margoft á hverjum einasta degi. Með kveðju frá vini sem óskar þess eins að þið finnið ykkur nýja hetju, helst innra með ykkur sjálfum.
Hrafn.

Ps. Hafið gleðina að leiðarljósi. Hann Óli Árna í Hringnum kenndi mér það

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -