Miðvikudagur 20. september, 2023
8.8 C
Reykjavik

Hraunflæðiógn Hafnfirðinga: „Þurfa gosin ekki að vera stór til að valda miklum spjöllum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Óneitanlega hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins velt vöngum yfir því hvort og hvaða íbúasvæði séu í hættu vegna þeirrar eldgosahrinu sem nú stendur á Reykjanesskaga. Í gær brást bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir illa við og sagði það óábyrgt og óþarft að á nefna ákveðin bæjarfélög. Hún sagði jafnframt að eldgosið ekki óþægilegra fyrir Hafnfirðinga en aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hafði fyrr um daginn gefið út í samtali við mbl.is að hann teldi ekki skynsamlegt að byggja frekar sunnan megin við Vellina í Hafnarfirði. Sagði hann jafnframt miðað við mynstrið sem væri að skapast, að gosvirknin væri að færast nær höfuðborgarsvæðinu.

Daníel Páll Jónasson, landfræðingur ritaði í lokaritgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2012, Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu:

„Til þessa hafa hraun runnið alloft til höfuðborgarsvæðisins á nútíma. Undir þeim hraunum sem nú eru á yfirborði kunna svo enn fremur að leynast fleiri ummerki eldvirkni og hraunflæðis til sama svæðis. Mikilvægt er að áætla hvort reikna megi með svipuðum atburðum á næstu árum, áratugum eða jafnvel öldum því um mikið hagsmunamál er að ræða. Geta hraunflæði skaðað byggingar, samgöngur og ýmsa innviði samfélagsins og þurfa gosin ekki að vera stór til að valda miklum spjöllum sökum nálægðar við byggð á höfuðborgarsvæðinu. Það á þó sérstaklega við í Hafnarfirði.“

Mynd / skjáskot Facebook

Ekki þarf að leita lengi eftir hrauni í Hafnarfirði og geta sér til um tilkomu þess. Árið 2012 fór hraunflæðilíkan eftir grafíska hönnuðinn Emil Hannes Valgeirsson á flug á samfélagsmiðlum. Í kaflanum 8.1.3 Fréttaumfjöllun um nýlegt landris í Krýsuvík fjallar Daníel Páll um líkan sem olli miklum usla á samfélagsmiðlum árið 2012:

„Miklar umræður höfðu skapast á bloggsíðum og á Facebook í kjölfar frétta en þar höfðu ýmsir reynt að áætla hvar gos myndi koma upp og hvert það myndi renna. Emil Hannes Valgeirsson, grafískur hönnuður, hafði áætlað gossprungu eftir endilöngu höfuðborgarsvæðinu og um það bil í framhaldi af gossprungurein Krýsuvíkurelda í Krýsuvíkurkerfinu (2012). Var mynd hans (mynd 40) vægast sagt áhrifarík en henni var deilt á milli fjölda fólks á Facebook og meðal annars höfundi þessarar rannsóknarritgerðar. Emil tilgreindi í umfjöllun um myndina að líkurnar á atburðum á borð við þennan, að 10 kílómetra gossprunga opnist nærri Reykjavík, væru litlar og einnig að ólíklegt væri að gossprungan myndi ná svona langt í norðaustur. Sagði Emil enn fremur: „Ég vil hafa alla fyrirvara á þessu og vona að ég sé ekki að skapa óþarfa hræðslu eða koma einhverjum í uppnám.“ (Emil Hannes Valgeirsson, 2012).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -