Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hröð þróun kannabisefna: Hvað kosta gúmmíbangsar, súkkulaði og brjóstsykur í íslenskum undirheimum?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hröð þróun er í heimi kannabisefna hér á landi. Á nokkrum árum hefur markaðurinn stækkað til muna, úr því að bjóða einungis upp á hass, gras og rafrettuvökva í gúmmíbangsa. súkkulaði, olíu, brjóstsykur, þykkni og svo lengi mætti áfram telja. Undirheimarnir hafa ekki sloppið við áhrif verðbólgunnar en eitt gramm af grasi hefur hækkað úr 3000 krónum í 4000 krónur.

Kannabis hefur alla tíð verið umdeilt vímuefni. Það er talið eina sinnar tegundar sem ekki er hægt að nota í lífshættulegum skömmtum. Margar og alvarlegar aukaverkanir geta fylgt kannabisneyslu og þá sérstaklega þegar það er notað lengi og í miklu magni. Árið 2018 lést bandarískur unglingur úr ofþornun en hann glímdi við sjúkdóminn cannabinoid hyperemesis syndrome sem á það til að þróast hjá þeim sem nota efnið til lengri tíma. Rannsóknir sýna að kannabis hefur slæm áhrif á andlega heilsu. Nýlega var byrjað að þróa vörur sem innihéldu efnið HHC. Efnafræðingurinn Roger Adams var fyrstur manna til þess að búa til HHC með því að blanda saman THC og súrefni. Það hefur þó ekki þótt ástæða til þess að nota efnið til vímuáhrifa enda er það vægara en THC. Það hefur þó aukist mikið í vinsældum síðustu ár og er það oft notað í háum skömmtum til þess að framkvæma lengri vímu en þá sem verður af áhrifum THC.

Kannabisfíkn

Árið 2015 voru um fjórar milljónir bandaríkjamanna sem féllu undir greiningarviðmið kannabisfíknar. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á tengingum kannabisneyslu og ávana eða fíknisjúkdóma sýna að 9% þeirra sem nota efnið yfir ævina verði háðir því. Líkurnar hækka upp í 17% þegar efnið er notað áður en einstaklingurinn nær 18 ára aldri. Kannabisfíkn er skilgreind sem vangeta til þess að hætta notkun kannabis þrátt fyrir auðsjáanleg neikvæð áhrif þess. Mikil kannabisneysla veldur fráhvarfseinkennum líkt og svitaköstum, höfuðverk, lystarleysi, svefnleysi, pirring, skapbreytingum, svima, ógleði og eirðarleysi. Ofneysla kannabiss veldur því að heilinn minnnkar framleiðslu taugaboðefnsins endocannabinoid sem hefur meðal annars áhrif á gróf- og fínhreyfingar, skammtímaminni, matarlyst, frjósemi og líkamlega verki.

 Kannabis á Íslandi

- Auglýsing -

Kannabisefni hafa verið ólögleg hér á landi frá árinu 1969. Það hindrar þó ekki notkun þess og hefur lögregla aldrei lagt hald á meira magn kannabisefna en árið 2022 þegar það náði 160 kílóum. Fyrir þremur árum mátti nánast einungis finna hér á landi gras sem er heiti yfir þurrkuð lauf kannabisplöntunnar. Hass er framleitt úr efni plöntunnar sem oft er kallað kvoði, það er brúnn og límkenndur vökvi sem finna má í mörgum trjágróðri. Hass var allsráðandi áður en grasið tók yfir en síðustu ár hefur það að mestu verið ræktað á Íslandi, frekar en flutt inn að utan. Reglulega stöðvar lögreglan slíkar verksmiðjur og þá myndast oft skortur á grasi, það sem oft er kallað „þurrkur“ á meðal notenda. Seinna kom á markað rafrettuvökvi sem inniheldur efnið THC. Í dag má finna kannabis í ýmsum formum, gúmmíböngsum, súkkulaði, brjóstsykri, olíu, sýrópi ásamt öllum þeirra undanförum. Blaðamaður Mannlífs gerði verðkönnun á hinum ýmsu kannabisvörum sem sjá má á töflu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Neikvæð áhrif kannabisnotkunar

Rannsóknir sýna að kannabis getur haft neikvæð áhrif á heilann til langs tíma og jafnvel varanlega. Mest er hættan þó þegar börn undir 18 ára aldri nota efnið. Ekki hafa verið gerðar nægar rannsóknir á ófrískum konum sem nota efnið en talsvert hefur færst í aukana að mæður noti kannabis, þá sérstaklega í þeim löndum og ríkjum sem efnið hefur verið lögleitt. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á dýrum sýna auknar líkur á því að börn þeirra mæðra sem noti kannabis á meðgöngu séu líklegri til að eiga í námserfiðleikum. Rannsóknirnar hafa þó ekki verið nógu nákvæmar til þess að hægt sé að fullyrða um þessar kenningar. Til þess þyrftu rannsóknir að taka tillit til annara vímugjafa, umhverfi barnsins og erfða.

Kannabisnotkun og geðsjúkdómar

Fjölmargar rannsóknir sýna að kannabisneysla auki líkur á geðsjúkdómum eins og geðklofa, þunglyndi, kvíðaröskun og fíknisjúkdómi. Nýlega var þó gerð ítarleg rannsókn á áhrifum efnisins á geðsjúkdóma en þar voru teknar til greina ýmislegt annað sem getur orðið til þess að einstaklingur þrói með sér geðsjúkdóm, eins og umhverfisáhrif, gen og lífstíl. Sú rannsókn sýndi að kannabisnotkun ein og sér valdi ekki geðsjúkdómum en neyslan eykur líkur á fíknisjúkdómi, alkahólisma og misnotkun annara fíkniefna. Talið er ljóst að til þess að kannabis geti valdið geðrofi þurfi neytandinn að bera genið AKT 1(C/C)  sem gerir hann viðkvæman fyrir geðrofssjúkdómum. Háir skammtar af efninu getur þó valdið geðrofi en hættan á því líður hjá um leið og efnið fer úr líkamanum.

Cannabinoid hyperemesis syndrome (CHS)

Cannabinoid hyperemesis heilkennið er viðurkenndur sjúkdómur sem er bein orsök af langvarandi notkun kannabisefna. Einkennin eru þrálát ógleði og uppköst en lagast um leið og sjúklingurinn hættir notkun kannabiss. Það getur tekið nokkrar vikur og jafnvel mánuði áður en einkennin hverfa og allar líkur eru á því að sjúkdómurinn taki sig upp að nýju ef sjúklingurinn fer aftur að nota kannabis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en algengt er að því fylgi vökva- og næringarskortur. Eina lækningin á sjúkdómnum er að hætta alfarið allri neyslu kannabisefna. Tíðni sjúkdómsins hefur hækkað til muna í gegnum árin og er það beintengt auknum styrkleika kannabisefna. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að 33% þeirra sem segjast nota kannabis tuttugu sinnum í mánuði eða oftar glími við sjúkdóminn.

Mannlíf mun áfram kanna hver áhrif þróunar kannabisefna kunni að hafa á íslenska notendur, löggæslu og innflutning.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -