Miðvikudagur 20. september, 2023
8.8 C
Reykjavik

Hrönn rekin af Samskipum vegna áfengisdrykkju: „Það er af og frá að ég hafi verið ölvuð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hrönn Halldórsdóttir var rekin fyrir að hafa fengið sér áfengan drykk á skyndihjálparnámskeiði en Hrönn harðneitar því að hafa verið ölvuð.

„Það er af og frá að ég hafi verið ölvuð á skyndihjálparnámskeiðinu. Ég fékk mér bara einn Breezer með pítsunni,“ sagði Hrönn Halldórsdóttir, fyrrverandi flutningabílstjóri hjá Samskipum, í viðtali við DV árið 2004.

„Ég kláraði þennan eina Breezer. Þegar ég mætti í vinnu á mánudegi sagði yfirmaður minn að þetta væri ekki leyfilegt. Ég baðst afsökunar en var sagt upp nokkrum dögum síðar,“ sagði Hrönn en hún kvaðst hafa fengið leyfi námskeiðshaldara til að drekka einn Breezer með pítsu í hádeginu á laugardeginum sem námskeiðið fór fram. Hrönn hafi áður fengið eina áminningu í starfi sínu en þá hafi bílstjóri húsbíls kvartað undan akturslagi Hrannar. Hún segir að áminningin hafi ekki verið sanngjörn en hún hafi ekki átt annan kost en að taka henni.

„Þetta gerðist ekki á þann hátt sem áminningin segir til um en ég átti yfir höfði mér brottrekstur ef ég skrifaði ekki undir. Að auki finnst mér sjálfri síst ámælisvert þegar myrkur er og rigning að aka varlega á 47 tonna þungum bíl,“ en þá hafði sú kvörtun verið vegna þess að Hrönn keyrði of hægt að mati ökumanns húsbílsins.

„Ég tel að þetta hafi verið vegna þess að yfirmanninum var persónulega illa við mig. Hann vildi ekki hafa konu í bílstjórastarfinu. Það var oft gengið fram hjá mér með verkefni og ég mátti þola háðsglósur á borð við að ég væri bara hálfvaxinn bílstjóri. Ég veit ekki hvað ég braut af mér til að fá þessa sérmeðferð,“ sagði Hrönn og telur sig hafa verið góðan starfsmann.

„Mér líkaði starfið afar vel og stóð mig vel. Það mundu flestir samstarfsmenn geta vottað – þeir þora bara ekki að stíga fram til þess því þá væri þeirra eigið starf í hættu.“

- Auglýsing -

Hrönn sagðist ekki ætla að gefast upp og ætlaði að leita sér lögfræðiaðstoðar.

„Ég var beitt órétti og sætti mig ekki við það. Núna er ég að safna fé og kröftum til að fara í dómsmál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -