Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Hrossin í Borgarnesi bíða dauðans: „Feldurinn er ekki í lagi fyrir veturinn og auðvitað grindhoruð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir, hestakona og organisti bendir á í glænýrri færslu á Facebook að hrossin sem fjallað var um fyrir nokkrum mánuðum vegna hryllilegrar meðferðar eigenda þeirra í Borgarnesi, séu enn illa farin og ekki tilbúin fyrir veturinn.

Steinunn Árnadóttir
Ljósmynd: Aðsend

Hefur Steinunn verið afar gagnrýnin á MAST og matvælaráðherrann Svandísi Svavarsdóttur en hrossin voru ekki tekin af eigendum sínum þrátt fyrir að þeim hafi ekki verið hleypt út í heilt ár og illa farið með þau. Eigendunum var jafnvel leyft að kaupa fleiri folöld. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en það var einmitt Steinunn sem kom upp um þessa hræðilegu meðferð á varnarlausu málleysingjunum.

Sjá einnig: Hestaníðingur fékk leyfi MAST til að kaupa þrjú ný folold: „Matvælaráðherra er algjörlega lamaður“

„Folald í neyð. Framhald:

Nú eru vesalingarnir sem voru innilokaðir í heilt ár við hörmulegar aðstæður að bíða dauðans. Þau eru illa haldin: feldurinn er ekki í lagi fyrir veturinn og auðvitað grindhoruð. Þau voru það í byrjun september þegar þeim var sleppt út í skjóli nætur.

Þetta eru gripir sem eru undir ,,eftirliti“ búfjáreftirlitsmanns á Vesturlandi!“

Svo hljóðar ný færsla Steinunnar og birti hún eftirfarandi ljósmyndir með færslunni og gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar á:

- Auglýsing -




Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -