Föstudagur 25. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Hrottalegt morð á Smiðjuvegi: „Ég var að þvo blóð af höndum mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það var þann 14.mars 1985 þegar maður fannst látinn á kaffistofugólfinu á trésmíðaverkstæði við Smiðjuveg. Kom strax upp sá grunur að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Sá látni hét Jósef Liljendal Sigurðsson og var 29 ára gamall. Síðdegis sama dag handtók lögreglan 19 ára gamlan pilt sem grunaður var um ódæðið.

„Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglunni hefur hann játað að hafa lent í rifrildi við hinn látna en segist ekki muna málsatvik nákvæmlega vegna ölvunar. Í morgun var lögð fram krafa um gæsluvarðhald yfir hinum grunaða til 1.júní.,“ segir í frétt DV þann 15. Mars 1985.

Gestur sem var að yfirgefa Smiðjukaffi nóttina örlagaríku sagðist hafa fundið reykjalykt en gátu önnur vitni í samtali við lögreglu ekki staðfest það. Það var þá þegar vaknaði grunur um að sá sem sagði frá lyktinni gæti hafa vitað meira. „Starfsmenn Smiðjukaffis brutust inn í verkstæðið og slökktu eldinn með handslökkvitækjum. Þá komu lögregla og slökkvilið fljótlega á vettvang. Fundu þeir Jósef liggjandi inni í kaffistofu og var hann látinn. Við nánari rannsókn kom í ljós að eldur hafði verið borinn að líkinu og á því voru stunguáverkar eftir skrúfjám og áverkar eftir barsmíð. Í gærdag tók Rannsóknarlögreglan skýrslu af gestinum sem tilkynnti um eldinn. Í fyrstu var hann ekki undir grun en fljótlega vaknaði sá grunur að hann ætti hlut að máli.,“ segir í frétt DV.

Tveimur dögum síðar hafði pilturinn játað á sig morðið á Jósef. Morðinginn hét Sigurður Adólf Frederiksen og hafði komið við sögu hjá lögreglunni áður þrátt fyrir ungan aldur. Var það við yfirheyrslu þann 15.mars er afdráttarlaus játning Sigurðar kom fram. Sagðist hann ekki geta gefið nánari lýsingu á því hvernig það bar að. Eftir rannsókn kom í ljós að Sigurður hafði verið sleginn margsinnis í höfuðið með járnröri og stunginn með skrúfjárni í maga og andlit. „Ég sá rautt, tók járnrör og sló hann og síðan man ég litið eftir mér fyrr en í Smiðjukaffi þegar ég var að þvo blóð af höndum mér,“ sagði Sigurður í dómsyfirheyrslum árið 1985, hálfu ári efftir morðið. Jósef lét eftir sig þrjú börn en Sigurður var dæmdur í 17 ára fangelsi.

„Ég sá rautt, tók járnrör og sló hann og síðan man ég litið eftir mér fyrr en í Smiðjukaffi þegar ég var að þvo blóð af höndum mér,“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -