Miðvikudagur 7. desember, 2022
-5.2 C
Reykjavik

Húsfélag fundar um meintan kattarskít: „Það er verið að greina hvaða köttur á hvaða skít“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Upp er komið mál sem skekið hefur íbúahóp í Grafavogi. Dularfullur kúkur fannst á útisvæði sameignar í blokk einni og er nú eigandans leitað logandi ljósum. Skiptar skoðanir eru um hverskyns kúkur sé á ferðinni.

Heitar umræður sköpuðust á íbúagrúppu á Facebook nýverið eftir að meðlimur húsfélags brýndi fyrir fólki að taka upp kúk gæludýra sinna í garðinum við blokkina sem íbúarnir búa í. Smá saman hitnaði umræðan og voru skiptar skoðanir um það hvort hundar eða kettir væri að skilja eftir sig skít hér og þar. Barst svo talið að kúkum á svölum sem ku vera vandamál í blokkinni.

Deilan

„Það er svo mikið af lausum köttum á svölunum sem maður sér á hverjum degi, veit ekki hversu oft ég þarf að setja sama köttinn út þegar ég er að lofta í gegn íbúðina með svalir og útihurð opna. Kattaskítur er nefnilega á stærð við skít úr smáhundi,“ skrifaði nokkuð pirraður karlmaður í hópnum.

Konan sem maðurinn var að tala við svaraði að bragði: „Það er mjög óvenjulegt að kettir velji steinsteypt stæði frekar en gras/sand osfrv. Annars hef ég aldrei séð jafn stóran kattarskit ef þetta er það.“

Karlmaðurinn svaraði og var bara nokkuð léttur á því: „Þú tekur myndir næst og setur 100 krónur fyrir hliðin á til samanburðar en nei því miður skíta kettir útum allt, barnavagna, geymslur þegar gluggar eru opnir og í stiga.“

- Auglýsing -

Þessu tekur annar karlmaður í hópnum óstinnt upp: „Kettir kúka vanalega ekki í barnavagna, né geymslur, frekar í blóm eða álíka hef aldrei nokkurntíman átt kött sem gerir þannig lagað og hef alltaf átt ketti.“

Enn einn karlmaður tjáði sig og var nokkuð harðorður: „Lausaganga katta ætti að sjálfsögðu að vera bönnuð. Lausaganga fòlks sem pikkar ekki upp skítinn hjá hundunum sínum líka.“

Þá kemur kona ein með athugasemd þar sem hún furðar sig á þessu öllu saman: „Furðulegt að kaupa sér húsnæði þar sem lagt er áhersla á að dýr séu leyfð og kvarta svo á íbúasíðunni yfir lausagöngu katta.“

- Auglýsing -

Svar barst fljótlega frá manni í hópnum: „Ekkert sem sagði þegar ég keypti íbúðina að nágrannarnir tæku ekki upp skítinn eftir gæludýrin sín. Hef ekkert á móti gæludýrum. En að nágrannarnir geti ekki hugsað um þau eða pikkað upp skítinn eftir þau er annað.“

Konan svaraði: „Algjörlega sammála að þér þar, enda er ég ekki að tala fyrir því að skilja eftir hundaskít. Þið nefnið báðir lausagöngu katta sem hefur lengi verið lögleg. Mér persónulega finnst undarlegt að flytja þangað sem mikið af fólki býr og þar sem eru aðeins tvær reglur, önnur þeirra verandi sú að gæludýrahald er undir öllum kringumstæðum leyft og kvarta síðan yfir köttunum sem gera engum neitt annað en að vera lausir. Gæludýr=kettir, kettir mega vera lausir en ef þið hafið gaman að því að kvarta yfir því á facebook þá get ég lítið stoppað ykkur.“

Kattarkona lagði einnig orð í belg: „Ég hef bara séð endalaust af hundaskít þegar ég er að labba með kisuna mína. Hún þvertekur fyrir það að kúka og pissa úti og heldur venjulega í sér þar til við komum inn. Flestar kisur hrifnastat af því að geta mokað vel yfir kúkinn sinn, svo ef það er á miðju ósönduðu/-molduðu svæði er líklegra að það sé eftir hund.“

Ljósmyndin

Síðan birti kona nokkur ljósmynd.

„Þetta blasti við mér þegar ég fór út í morgun. Ég tók þessa mynd til að bæta við þessa umræðu.

Hinn meinti kattarkúkur

Þetta er í þriðja skiptið á mjög stuttum tíma sem það er skítur nákvæmlega á þessum stað og höfum við þurft að hirða hann upp. Ég hef ekkert á móti kisum og finnst þær mjög sætar. Samt svolítið leiðinlegt að þurfa hirða upp skít frá dýri sem maður á ekki þar sem það er enginn sem labbar þarna alveg út á enda nema við og fólkið við hliðina (enginn brunastigi út á enda). Og enn verra ef þetta er eftir hund og hundaeigandi ákveður að skilja þetta eftir,“ skrifaði konan en kúkinn fann hún á steyptu útisvæði sameignarinnar.

Ein konan svaraði að bragði: „Mjööög skrítin hegðun hjá kisu. Ef þetta er alltaf á sama stað þá er þetta líklegast sama kisan… og kisan er líklega ekki að komast lengra/alla leið út í garð. Þið sem eigið kisur og eigið heima á efri hæðunum ættuð kannski að hugsa að halda á þeim út í garð á morgnanna eftir nóttina svo þær komist örugglega alla leið.“

Mannlíf ræddi við íbúa blokkarinnar um stóra kattakúkamálið, sem segist hafa heyrt af því að húsfélag blokkarinnar hafi fundað sérstaklega um kúkástandið á svæðinu. Þykir íbúanum þær 14.000 kr sem hann borgar á mánuði í húsfélagið, ekki nýtast sem skyldi ef fundað sé um gæludýrakúka á meðan þarfari mál sitji á hakanum. „Það er ekki verið að byggja hleðslustöðvar, vegurinn er ekki lagaður, það er verið að greina hvaða köttur á hvaða skít.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -