Mánudagur 28. nóvember, 2022
2.1 C
Reykjavik

Hvetur landsmenn að sniðganga landslið þar til Aron Einar fer: „Ekki minn fyrirliði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Merki KSÍ er fyrir mér merkingarlaust fyrirbæri sem snertir mig ekki, ég finn engan samhljóm með því sem þau gera. Fyrir mér er það þannig að þau sem spila undir þessu merki eru að samþykkja þann gjörning sem hefur klofið hluta þjóðarinnar frá landsliðinu. Sjálfur hef ég engan áhuga á að fylgja Knattspyrnusambandi gerenda sem heitir fyrir mér KG, héðan í frá.“

Þetta segir Valur Arnarson, verkfræðingur og tónlistarmaður, en hann kallar eftir því að landsmenn hundsi landsliðið í fótbolta meðan Aron Einar Gunnarsson er hluti af liðinu. Aron Einar var kærður fyrir nauðgun en Héraðsaksóknari felldi niður málið á dögunum. Valur segir í pistli sem hann birtir innan Facebook-hópsins Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu að nauðsynlegt sé að sýna samstöðu með þolendum kynferðisbrota. Margir taka undir með honum og vilja sýna óánægju sína í verki. Nokkrir segja það sama: „Ekki minn fyrirliði.“

„Það er á ábyrgð Arnars Þórs Viðarsonar að velja mann í landsliðið sem hefur verið kærður fyrir hópnauðgun. Það er á ábyrgð KSÍ, stjórn og þá sérstaklega formanns, að landsliðsþjálfari geti gert þetta. Með þessum gjörningi er verið að segja. Heillindi knattspyrnufólks skipta engu máli, bara geta. Ekkert annað. Árangur á vellinum er númer eitt, tvö og þrjú. Ég geri mér grein fyrir því að þessi ábyrgð er ekki á öðrum landsliðum KSÍ. Það er mikill heiður að fá að spila landsleik fyrir landsliðið sitt og þannig heiður vekur athygli á leikmönnum. Leikmönnum yngri landsliða og A-landsliðum. En þetta ábyrgðarleysi Arnars Þórs og stjórnar KSÍ er nefnilega ekkert þeirra einkamál og önnur landslið geta því miður ekki horft fram hjá þessari yfirsjón, vegna þess að hún er mikil og alvarleg,“ segir Valur.

Hann biður fólk um að setja sig í spor fjölskyldu þess sem kærði Aron fyrir nauðgun. „Þarna er einstaklingur sem hefur verið kærður fyrir hópnauðgun fengin, ekki bara til að spila leikina, heldur leiða liðið. Hann fær sitt plattform, hann er hylltur af áhorfendum þegar vel gengur. Honum er troðið framan í andlitið á okkur í tíma og ótíma, í auglýsingum vegna landsleika, í promo verkefnum á vegum KSÍ og svona mætti lengi halda áfram. Við áhorfendur getum sýnt þolanda hans stuðning með því að horfa ekki á leikina, deila engu um leikina á samfélagsmiðlum, gera aldrei læk á neitt sem tengist A-landslið karla. En við sem tengjumst ekki málinu og erum ekki sjálf þolendur erum í raun í forréttindastöðu. Það á t.d. við um mig sjálfan. Ég get sett á mute þegar það eru íþróttafréttir um A-landsliðið, slökkt þegar leikir byrja. Það er lítið mál. En ímyndið ykkur hvernig þetta er fyrir þolanda þessa manns, fjölskyldu hennar og vini sem hafa fylgst með því hvernig þetta mál hefur farið með hana nú í meira en áratug,“ segir Valur.

Hann segir að öllum ætti að vera ljóst að þetta landslið verði aldrei landslið allra Íslendinga. „Það er ekki léttvægt fyrir hana þegar þessum manni er stöðugt hampað sem hetju og hann gerður að einhverskonar fyrirmynd fyrir yngri iðkendur, þrátt fyrir það sem hann gerði og hvernig hann hefur svo hagað sér. Hann hefur gaslýst þolanda sinn og logið að stuðningsmönnum og það eru auðvitað margir sem styðja hann og lifa fyrir það að sjá gömlu „hetjuna“ sína aftur í búningnum en það á alls ekki við um alla. Aron Einar er því ekki fyrirliði allra Íslendinga á svo djúpstæðan hátt að því verður vart lýst með orðum. Fyrirliði með þessa stöðu gerir það líka að verkum að landsliðið er alls ekkert landslið allra Íslendinga. Alls ekki. En þetta er það sem landsliðsþjálfari A-landsliðs karla og stjórn KSÍ hefur valið að gera. Svona vilja þau nákvæmlega hafa hlutina,“ segir Valur.

„Það að einhver smápartur af þjóðinni yfirgefi skútuna hefur mjög lítið að segja en ef t.d. önnur landslið innan KSÍ myndu standa upp og segja; við spilum ekki fyrir Knattspyrnusamband sem kemur svona fram við þolendur. Þá hefði það alvöru áhrif og alvöru afleiðingar fyrir KSÍ. Þó að ég geri það með efablöndnum tilfinningum að þá hef ég ákveðið að hunsa öll landslið KSÍ, ekki bara A-landslið karla og er það vegna alls þess sem sagt hefur verið í þessum pistli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -